Dalabyggð – laus störf

DalabyggðFréttir

Laus störf eru á leikskóladeild Auðarskóla, við lengda gæslu, við félagslega liðveislu og á Silfurtúni.

Leikskóladeild Auðarskóla

Leikskólakennara, deildarstjóra og almennt starfsfólk vantar við leikskóladeild Auðarskóla.
Við leitum að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar.
Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til og með 29. mars.
Nánari upplýsingar veitir Þorkell Cýrusson skólastjóri í síma 894-3445. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið keli@audarskoli.is.

Lengd gæsla – frístundaleiðbeinandi

Starf frístundaleiðbeinanda við lengda gæslu grunnskólabarna á yngsta stigi er laust til umsóknar.
Vinnutími er að jafnaði kl. 12:00 – 15:30/17:30 á föstudögum og eftir atvikum afleysingar kl. 15:00 – 17:30 mánudaga til fimmtudaga.
Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar sem fyrst.

Félagsleg liðveisla

Starfsmaður óskast í félagslega liðveislu í Dalabyggð. Við leitum að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn/unglinga. Við leitum að hressum einstaklingi, 18 ára eða eldri.
Sveigjanlegur vinnutími, en um er að ræða 12-16 tíma á mánuði.
Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun.
Umsóknir sendist á netfangið vildis@borgarbyggd.is eða á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnes.
Nánari upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir í síma 433 7100.

Silfurtún – matráður og afleysingar

Matráður óskast til starfa sem fyrst. Einnig er óskað eftir starfsfólki í afleysingarstörf í sumar og fram á haust.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veitir Eyþór J. Gíslason rekstrarstjóri í síma 898 1251.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei