Veitingarekstur í Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Vegna breyttra forsendra er veitingaaðstaðan í Leifsbúð auglýst til leigu.
Óskað er eftir tilboðum sem tilgreini hlutdeild leigusala (Dalabyggðar) í heildarveltu (án vsk), óskir um lengd leigutíma, áform um opnunartíma og annað það sem máli kann að skipta.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar í síðasta lagi kl. 14:00 mánudaginn 4. apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri á opnunartíma skrifstofu Dalabyggðar. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið sveitarstjori@dalir.is
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei