Vegfarendur um Dalabyggð hafa haft samband við skrifstofu Dalabyggðar vegna lausagöngu sauðfjár. Til að draga úr slysahættu af völdum saufjár eru bændur og landeigendur í Dalabyggð hvattir til að huga að girðingum meðfram vegum.
Kjör oddvita og varaoddvita
Á fundi sveitarstjórnar 18. júní sl. var Jóhannes H. Hauksson kjörinn oddviti síðasta ár kjörtímabilsins.Eyþór J. Gíslason var kjörinn varaoddviti. Í byggðarráð voru kjörnar Ingveldur Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Halla Steinólfsdóttir. Til vara Guðrún Ingþórsdóttir, Eyþór Gíslason og Daði Einarsson. Byggðarráð skiptir með sér verkum á næsta fundi.
Sýslumaðurinn í Búðardal
Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Sýslumannsins í Búðardal opin kl. 8:30 – 12:30 frá og með 1. – 12. júlí 2013. Sýslumaðurinn í Búðardal
Gengið um Reykhólasveit
Dagana 21. – 24. júní verður útivistarhelgin Gengið um sveit í Reykhólahreppi haldin í þriðja skipti. Um er að ræða lengri og skemmri göngur undir leiðsögn, sem ættu að hæfa öllum aldurshópum. Takmarkaður fjöldi er í löngu gönguna (kjötsúpugönguna) og mælt með því að fólk skrái sig í hana sem allra fyrst. Bætt hefur við leiðsögumanni í hana til að …
Hrossaræktarsamband Dalamanna
Hrossaræktarsamband Dalamanna hefur tekið stóðhestinn Hersi frá Lambanesi IS2009138736 á leigu í sumar. Hersir frá Lambanesi IS2009138736 er undan Forseta frá Vorsabæ 2 og Eldingu frá Lambanesi. Hersir þykir efnilegur foli og hefur nú þegar náð einkunninni 9 fyrir tölt, fjögurra vetra gamall. Nánari upplýsingar um einkunnir og ættir er að finna á WorlFengur.com Hersir verður staðsettur í Ljárskógagirðingunni og …
Auðar- og helgiganga í minningu Auðar djúpúðgu
Helgiganga í minningu Auðar djúpúðgu verður farin laugardaginn 22. júní í Dölum, þar sem hún nam land fyrir rúmum 1100 árum. Auður djúpúðga Ketilsdóttir var eina konan í hópi landnámsfólks sem fór fyrir eigin leiðangri til Íslands og ein fárra þeirra sem Landnámabók segir að hafi verið kristinnar trúar. Gangan hefst með helgistund við Krosshólaborg í Dölum kl. 14. Göngufólki …
Umsjónarmaður dreifnáms óskast í Búðardal
Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða starfsmann í 80% starf til að hafa umsjón með dreifnámi við framhaldsskóladeild í Búðardal. Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón með nemendum, eftirlit með skólasókn, aðstoð við nemendur í kennslustundum, samskipti við kennara MB, umsjón með námsaðstöðu og tækjabúnaði og umsjón með námslotum í Borgarnesi.Hæfni í mannlegum samskiptum, menntun sem nýtist í starfi og …
17. júní hátíðarhöld
Hefðbundin hátíðarhöld verða í Búðardal og í Saurbænum á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þjóðhátíðardaginn 17. júní verður safnast saman við Silfurtún kl. 14:00 Börnin fá þar fána og blöðrur. Skrúðganga verður að Dalabúð. Hefðbundin hátíðardagskrá: ávarp fjallkonunnar, hátíðarræða og hoppukastalar fyrir börnin. Miðdegiskaffi verður í Dalakoti. Raggi Bjarna ásamt nokkrum Dalamönnum verða í Dalabúð kl 17:00 og taka góða sveiflu og …
Sveitarstjórn Dalabyggðar
102. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 18. júní 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Kjör oddvita og varaoddvita2.Skipun í nefndir og ráð3.Siðareglur4.Lánssamningur 20135.Húsnæði fyrir grasrótar- og félagssamtök Almenn mál – umsagnir og vísanir 6.Umsókn um leyfi á veitinga- og gistirekstri7.Umsókn um leyfi fyrir heimagistingu8.Framkvæmdir við Auðarskóla, þakkarbréf Fundargerðir til staðfestingar 9. Félagsmálanefnd …
Dagur hinna villtu blóma
Dagur hinna villtu blóma ber í ár upp á sunnudaginn 16. júní. Komin er hefð fyrir blómagöngu þennan dag í Dölum og að þessu sinni verður farið frá skólahúsinu í Ólafsdal kl. 14 og gengið niður að tóvinnuhúsinu og aftur að skólahúsinu. Frítt er í gönguna og allt áhugafólk um villt blóm velkomið með í för. Klæðnaður í samræmi við …