Ellen og Eyþór á Laugum

DalabyggðFréttir

Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma fram á Hótel Eddu á Laugum fimmtudaginn 11. júlí kl. 20:30. Á tónleikunum munu þau hjónin flytja nokkur þekktustu lög Ellenar ásamt öðrum dægurlagaperlum. Áður en tónleikarnir hefjast verður boðið upp á kvöldverð að hætti hússins, lambafille með kartöflumús, Jerúsalem ætiþistlum, vínberjum og möndlum á 4.600 kr. Einnig verða á boðstólum Dalaostar. Salurinn verður …

Friðarhlaupið

DalabyggðFréttir

Friðarhlaupið hófst 20. júní í Hljómskálagarðinum í Reykjavík og lýkur 12. júlí. Hlaupið verður hér í Dölum sunnudaginn 7. júlí. Alþjóðlegur hópur hlaupara bera logandi friðarkyndil á milli byggða og gefst öllum tækifæri á að taka þátt í hlaupinu. Hlaupið er boðhlaup og geta því allir fundir vegalengd við sitt hæfi. UDN skipuleggur mótttökur í Reykhólasveit og Dölum. Sunnudaginn 7. …

Sumarlokun Hárstofunnar

DalabyggðFréttir

Hárstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá fimmtudeginum 4. júlí til og með þriðudagsins 16. júlí.

Rotþróahreinsun

DalabyggðFréttir

Hreinsun rotþróa fer fram á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að rotþrær séu almennt hreinsaðar á þriggja ára fresti og hefur sveitarfélagið séð um hreinsun frá árinu 2009. Hafi einhverjir orðið útundan við hreinsun áranna 2010-2012 eða að þörf er fyrir aukalosun, skulu viðkomandi hafa samband við Viðar í síma 894 0013 eða á netfangið vidar@dalir.is hið fyrsta. Vakin …

Vegagirðingar

DalabyggðFréttir

Vegfarendur um Dalabyggð hafa haft samband við skrifstofu Dalabyggðar vegna lausagöngu sauðfjár. Til að draga úr slysahættu af völdum saufjár eru bændur og landeigendur í Dalabyggð hvattir til að huga að girðingum meðfram vegum.

Kjör oddvita og varaoddvita

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar 18. júní sl. var Jóhannes H. Hauksson kjörinn oddviti síðasta ár kjörtímabilsins.Eyþór J. Gíslason var kjörinn varaoddviti. Í byggðarráð voru kjörnar Ingveldur Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Halla Steinólfsdóttir. Til vara Guðrún Ingþórsdóttir, Eyþór Gíslason og Daði Einarsson. Byggðarráð skiptir með sér verkum á næsta fundi.

Sýslumaðurinn í Búðardal

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Sýslumannsins í Búðardal opin kl. 8:30 – 12:30 frá og með 1. – 12. júlí 2013. Sýslumaðurinn í Búðardal

Gengið um Reykhólasveit

DalabyggðFréttir

Dagana 21. – 24. júní verður útivistarhelgin Gengið um sveit í Reykhólahreppi haldin í þriðja skipti. Um er að ræða lengri og skemmri göngur undir leiðsögn, sem ættu að hæfa öllum aldurshópum. Takmarkaður fjöldi er í löngu gönguna (kjötsúpugönguna) og mælt með því að fólk skrái sig í hana sem allra fyrst. Bætt hefur við leiðsögumanni í hana til að …

Hrossaræktarsamband Dalamanna

DalabyggðFréttir

Hrossaræktarsamband Dalamanna hefur tekið stóðhestinn Hersi frá Lambanesi IS2009138736 á leigu í sumar. Hersir frá Lambanesi IS2009138736 er undan Forseta frá Vorsabæ 2 og Eldingu frá Lambanesi. Hersir þykir efnilegur foli og hefur nú þegar náð einkunninni 9 fyrir tölt, fjögurra vetra gamall. Nánari upplýsingar um einkunnir og ættir er að finna á WorlFengur.com Hersir verður staðsettur í Ljárskógagirðingunni og …

Auðar- og helgiganga í minningu Auðar djúpúðgu

DalabyggðFréttir

Helgiganga í minningu Auðar djúpúðgu verður farin laugardaginn 22. júní í Dölum, þar sem hún nam land fyrir rúmum 1100 árum. Auður djúpúðga Ketilsdóttir var eina konan í hópi landnámsfólks sem fór fyrir eigin leiðangri til Íslands og ein fárra þeirra sem Landnámabók segir að hafi verið kristinnar trúar. Gangan hefst með helgistund við Krosshólaborg í Dölum kl. 14. Göngufólki …