Umsjónarmaður dreifnáms óskast í Búðardal

DalabyggðFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða starfsmann í 80% starf til að hafa umsjón með dreifnámi við framhaldsskóladeild í Búðardal. Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón með nemendum, eftirlit með skólasókn, aðstoð við nemendur í kennslustundum, samskipti við kennara MB, umsjón með námsaðstöðu og tækjabúnaði og umsjón með námslotum í Borgarnesi.Hæfni í mannlegum samskiptum, menntun sem nýtist í starfi og …

17. júní hátíðarhöld

DalabyggðFréttir

Hefðbundin hátíðarhöld verða í Búðardal og í Saurbænum á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þjóðhátíðardaginn 17. júní verður safnast saman við Silfurtún kl. 14:00 Börnin fá þar fána og blöðrur. Skrúðganga verður að Dalabúð. Hefðbundin hátíðardagskrá: ávarp fjallkonunnar, hátíðarræða og hoppukastalar fyrir börnin. Miðdegiskaffi verður í Dalakoti. Raggi Bjarna ásamt nokkrum Dalamönnum verða í Dalabúð kl 17:00 og taka góða sveiflu og …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

102. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 18. júní 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Kjör oddvita og varaoddvita2.Skipun í nefndir og ráð3.Siðareglur4.Lánssamningur 20135.Húsnæði fyrir grasrótar- og félagssamtök Almenn mál – umsagnir og vísanir 6.Umsókn um leyfi á veitinga- og gistirekstri7.Umsókn um leyfi fyrir heimagistingu8.Framkvæmdir við Auðarskóla, þakkarbréf Fundargerðir til staðfestingar 9. Félagsmálanefnd …

Dagur hinna villtu blóma

DalabyggðFréttir

Dagur hinna villtu blóma ber í ár upp á sunnudaginn 16. júní. Komin er hefð fyrir blómagöngu þennan dag í Dölum og að þessu sinni verður farið frá skólahúsinu í Ólafsdal kl. 14 og gengið niður að tóvinnuhúsinu og aftur að skólahúsinu. Frítt er í gönguna og allt áhugafólk um villt blóm velkomið með í för. Klæðnaður í samræmi við …

Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2013

DalabyggðFréttir

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis. Átaksverkefni 2013 er beint að húsnæði þar sem auka má einangrun ofan á þakplötu eða milli sperra í þaki. Styrkt verða efniskaup á steinull og skilyrði er að koma megi fyrir að lágmarki 200 mm. Um styrk getur sótt hver …

Harmonikuhátíð fjölskyldunnar

DalabyggðFréttir

Harmonikufélagið Nikkólína og Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum standa fyrir harmonikuhátíð fjölskyldunnarhelgina 14. – 16. júní í Ásbyrgi á Laugarbakka. Dansað verður föstudags- og laugardagskvöld. Kaffihlaðborð og skemmtidagskrá á laugardeginum. Aðgangseyrir yfir helgina er 6.000 kr. Nánari upplýsingar gefa Ásgerður í símum 434 1502 / 866 5799 og Sólveig í símum 452 7107 / 856 1187.

Hestaþing Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal helgina 15. – 16. júní. Mótið er jafnframt úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands. Á laugardeginum kl. 10 hefjast forkeppnir; í tölti, barna-, unglinga- og ungmennaflokkum, A og B flokkum gæðinga og B úrslit í tölti. Dagskráin hefst kl. 10. Á laugardagskvöldið kl. 20 hefjast kappreiðar; 150 m skeið, 250 m brokk, 250 m …

Lífsbjörg undir Jökli

DalabyggðFréttir

24 stunda sólstöðu- og áheitaganga verður um þjóðgarðinn Snæfellsjökul 22.-23. júní. Gengið verður í slóð verndarans Bárðar Snæfellsáss og safnað áheitum í þágu björgunarsveitarinnar Lífsbjargar. Gangan hefst í Dritvík þar sem Bárður tók land og endar 24 tímum síðar í Tröðinni á Hellissandi. Sólstöðugöngur hafa tíðkast á Snæfellsjökul á undaförnum árum. Á síðasta ári var gengið undir yfirskriftinni Lífsást undir …

Glaður – námskeið

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir fjögurra tíma námskeiði með Guðmundi Margeiri Skúlasyni dagana 9. og 10. júní. Áætlað er að hafa 3-4 nemendur saman í hóp. Námskeiðsgjald ræðst af þátttöku en ekkert námskeið verður ef lítil þátttaka verður. Mummi verður svo einnig með fræðsluerindi um lög og reglur í gæðingakeppni og um útfærslur á sýningum. Aðgangseyrir 500 kr. fyrir fullorðna, en …

Íbúakönnun 2013

DalabyggðFréttir

Samtök sveitafélaga á Vesturlandi standa nú fyrir íbúakönnun á Vesturlandi, eins og gert hefur verið á þriggja ára fresti frá árinu 2004. Í þessum könnunum hafa íbúar verið spurðir um ýmis álitamál sem tengjast þjónustu og aðstæðum þar sem þeir búa. Niðurstöður og upplýsingar könnunarinnar hafa reynst mikilvægar varðandi hvað betur mætti fara varðandi þjónustu við íbúa. Að þessu sinni …