Sjálfboðavinnuverkefni

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn hefur samþykkt reglur um styrki til sjálfboðavinnuverkefna. Til ráðstöfunar eru allt að 1.500.000 kr. á árinu 2013. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í næsta nágrenni sínu. Reglur og umsóknareyðublöð eru á vef Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2013.

Héraðsbókasafn

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafnið verður lokað fimmtudaginn 11. apríl vegna vorfundar FINA.

Sambandsþing UDN

DalabyggðFréttir

92. sambandsþing UDN fer fram í Leifsbúð í Búðardal mánudaginn 8. apríl kl. 19. Áhugasamir boðnir velkomnir á fundinn.

Ferðamálafélag Dala og Reykhólahrepps

DalabyggðFréttir

Aðalfundur undangenginna ára verður haldinn í Þurranesi í Saurbæ mánudaginn 8. apríl kl. 17. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf miðað við aðstæður. Kosningar. Súpa seld á vægu verði. Allir eru velkomnir á fundinn og í félagið.

Kjörskrá

DalabyggðFréttir

Kjörskrá Dalabyggðar vegna Alþingiskosninga laugardaginn 27. apríl liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagins. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 10-14. Einnig er hægt að fara inn á kosningavef Innanríkisráðuneytisins og kanna upplýsingar um skráningu á kjörstað. Kjörskrár miðast við skráð lögheimili í sveitarfélagi eins og það er samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag, eða 23. mars 2013. Kosningavefur Innanríkisráðuneytisins

Eldri félagar Karlakórs Reykavíkur

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 6. apríl munu Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur fylla Dalabúð af karlakórssöng. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og er frítt inn á tónleikana. Gömul og góð íslensk lög verða í öndvegi undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Friðrik er hugsanlega eini kórstjórinn í heiminum sem stjórnar þremur kynslóðum karla; Drengjakór Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Eldri félögum í Karlakór Reykjavíkur. Til sölu …

Sorphirða í Búðardal

DalabyggðFréttir

Nokkuð hefur verið kvartað yfir sorphirðu í Búðardal siðustu vikurnar. Íbúar sem hafa athugasemdir og/eða ábendingar fram að færa varðandi sorphirðu eru hvattir til að hafa samband við Viðar Þór og koma þeim þannig á framfæri. Netfang Viðars er vidar@dalir.is eða sími 894 0013.

Störf hjá Hótel Eddu Laugum

DalabyggðFréttir

Hótel Edda verður rekin á Laugum í Sælingsdal í sumar. Ráðningar standa nú yfir og því tímabært fyrir áhugasama að sækja um. Á Laugum er rekið sumarhótel með 45 herbergjum, veitingastað, fundarherbergi, tjaldstæði og hjólaleigu. Sumarið 2013 verður opið 7. júní – 27. ágúst og hótelstjóri verður Gunnar B. Rafnsson. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Hótel Eddu. Hótel Edda – …

Framhaldsskóladeild / dreifnám

DalabyggðFréttir

Kynningarfundur um framhaldsskóladeild / dreifnám í Dalabyggð verður haldinn í Auðarskóla miðvikudaginn 10. apríl kl. 17. Dagskrá 1. Vinnuhópur Dalabyggðar um framhaldsskóladeild kynnir stöðu málsins. 2. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar fer yfir mögulega starfsemi deildarinnar. 3. Umræður og fyrirspurnir Fundurinn er opin öllum íbúum Dalabyggðar og öðrum áhugasömum.

Daladeild Garðyrkjufélags Íslands

DalabyggðFréttir

Allir eru velkomnir á stofnfund Daladeildar Garðyrkjufélags Íslands er haldinn verður í Leifsbúð miðvikudaginn 10. apríl kl. 20 í Leifsbúð. Dagskrá 1. Kynning á tilgangi félagsins/deildarinnar 2. Nafn félagsins/deildarinnar 3. Lög félagsins/deildarinnar 4. Kosningar a. Formaður til eins árs b. Gjaldkeri til eins árs c. Ritari til eins árs d. 2 meðstjórnendur til eins árs e. 2 skoðunarmenn og einn …