Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

82. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 17. janúar 2012 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra Fundargerðir til staðfestingar 2. Fundargerð 100. fundar byggðarráðs frá 13.1.2012. 3. Fundargerð 44. fundar fræðslunefndar frá 5.1.2012. Fundargerðir til kynningar 4. Fundargerð 81. fundar sveitarstjórnar frá 20.12.2011. Mál til umfjöllunar / afgreiðslu 5. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd – …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla stendur fyrir félagsvist í Árbliki föstudaginn 13. janúar kl. 20:30. Aðgangseyrir er 800 kr, kaffi og meðlæti innifalið. Frítt fyrir 14 ára og yngri. Allir velkomnir.

Þorrablót Laxdæla

DalabyggðFréttir

Þorrablót Laxdæla 2012 verður haldið í Dalabúð laugardaginn 21. janúar. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20. Freyja Ólafsdóttir sér um matinn, þorrablótsnefnd um skemmtiatriðin og Síðasti séns um dansleikinn. Almennt miðaverð er 6.000 kr, en fyrir ellilífeyrisþega 4.500 kr. Miðaverð á dansleikinn eftir borðhald og skemmtiatriði er 2.500 kr. Miðapantanir þurfa að berast eftirtöldum í síðasta lagi …

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð frá kl. 12 miðvikudaginn 11. janúar og fimmtudaginn 12. janúar vegna námsskeiðs.

Tómstundir vor 2012

DalabyggðFréttir

Þá hefur 6. útgáfa af tómstundabæklingnum litið dagsins ljós. Íþróttir og tómstundir eru mikilvægur partur af lífi barnanna okkar og eflir þau og styrkir bæði á líkama og sál. Hreyfing er ekki síður mikilvæg fyrir fullorðna og það er óskandi að þátttakan verði góð hjá öllum aldurshópum. Það er vert að nefna að flest stéttarfélög niðurgreiða íþróttaiðkun að stórum hluta. …

Lyftingamaður ársins

DalabyggðFréttir

Lyftingamaður ársins 2011 er Dalamaðurinn Gísli Kristjánsson frá Teigi í Hvammssveit. Gísli varð Íslandsmeistari í ólympískum lyftingum í apríl og sigraði í +105 kg flokki. Hann varð síðan annar á Norðurlandamótinu í Pori í Finnlandi í -105 kg flokki. Á Norðurlandamótinu lyfti Gísli 150 kg í snörun, 165 kg í jafnhöttun og því samanlagt 315 kg. Samtals gerðu það 343,827 …

Húsaleigubætur

DalabyggðFréttir

Leigjendur geta átt rétt á húsaleigubótum hjá sveitarfélaginu og sækja þarf um þær fyrir 16. dag fyrsta greiðslumánuðar. Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar. Umsóknareyðublöð er á vef Dalabyggðar og einnig á skrifstofu …

Dagvistun barna

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir aðilum til að taka að sér dagvistun barna í heimahúsum. Eftirspurn eftir leikskólavistun er meiri fyrri hluta ársins 2012 en leikskóladeild Auðarskóla getur annað. Sveitarstjórn Dalabyggðar ákvað 20. apríl 2010 að greiða niður daggjöld vegna barna sem eru í daggæslu í heimahúsum og eiga lögheimili í Dalabyggð. Niðurgreiðslur eru m.a. háðar eftirfarandi skilyrðum: a) Að dagforeldri hafi …

Álagning fasteignagjalda 2012

DalabyggðFréttir

Dalabyggð tilkynnir hér með að ekki verða sendir út álagningarseðlar í bréfpósti fyrir árið 2012.Þess í stað geta eigendur fasteigna nálgast álagningarseðil sinn á upplýsinga- og þjónustuveitunni Ísland.is. Þessi birting kemur í stað þess að senda tilkynningar með hefðbundnum bréfpósti. Nokkur hagræðing felst í rafrænni upplýsingagjöf. Dreifing verður ódýrari þar kostnaður við prentun, umslög, pökkun og póstburðargjöld fellur niður. Eigandur …

Flugeldasala og brennur

DalabyggðFréttir

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Óskar er við húsnæði sveitarinnar við Vesturbraut dagana 28. desember til 31. desember. Þrjár brennur verða í sveitarfélaginu um ármótin. Í Búðardal verður kveikt í brennunni á gamla fótboltavellinum kl. 20:30 og flugeldasýning í kjölfarið. Um miðnætti verður síðan kveikt í brennum við Árblik í Miðdölum og ap Þverfelli í Saurbæ. Opnunartímar flugeldasölu Óskar eru: Miðvikudaginn 28. desember …