Tómstundir vor 2012

DalabyggðFréttir

Þá hefur 6. útgáfa af tómstundabæklingnum litið dagsins ljós.
Íþróttir og tómstundir eru mikilvægur partur af lífi barnanna okkar og eflir þau og styrkir bæði á líkama og sál.
Hreyfing er ekki síður mikilvæg fyrir fullorðna og það er óskandi að þátttakan verði góð hjá öllum aldurshópum. Það er vert að nefna að flest stéttarfélög niðurgreiða íþróttaiðkun að stórum hluta.
Framboð fyrir yngri kynslóðina er í fyrri hlutanum og síðan tekur við framboð fyrir eldri kynslóðina.
Þeir sem vilja auglýsa í tómstundabæklingnum sem kemur út tvisvar á ári eru beðnir um að hafa samband við undirritaða. Hægt er að láta skrá sig á netfangalistann sem sent er á þegar byrjað er að safna saman tómstundastarfi fyrir hverja önn.
Bæklingurinn er auglýstur í tveimur útgáfum á dalir.is. Í fyrsta lagi prentútgáfa fyrir þá sem vilja prenta hann út í A5 bækling eins og hann hefur komið út undanfarin ár. Í öðru lagi netútgáfa þar sem hver blaðsíða er á einni síðu, en þá útgáfu er þægilegra að skoða á netinu.
F. h. Dalabyggðar og tómstundafólks í sveitarfélaginu,
Svala Svavarsdóttir
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei