Jólasýning 2011

DalabyggðFréttir

Í fyrra á aðventunni var Byggðasafn Dalamanna og Héraðsskjalasafn Dalasýslu með jólasýningu á annarri hæð stjórnsýsluhússins. Voru þar m.a. til sýnis elstu jólakort safnanna frá upphafi og fyrri hluta 20. aldar.

Jólasýningin 2011 er með aðeins öðru sniði. Að þessu sinni eru til sýnis jólakort frá árunum 1960-1969 og nú á netinu.
Jólakort fylgja tískunni eins og annað hér í veröldinni. Sjá má sveiflur í myndefni, pappír, stafagerð o.s.frv. eftir tímabílum. En eins og önnur tískufyrirbæri koma hlutir og fara, þannig að þeir vanaföstu detta alltaf öðru hverju í tísku.
Sýningarstaður að þessu sinni er á netinu eins og áður er getið. Sýningin er opin frá Þorláksmessu fram á þrettánda. Opið er allan sólarhringinn og ekki þarf um langan veg að fara. Það er því fátt sem ætti að aftra áhugasömum frá því að sjá sýninguna, annað en þá skortur á aðgangi að tölvu og/eða netsambandi.
Aðeins að hreyfa músina og þá fer sýningin af stað. Síðan er hægt að smella á einstakt kort til að skoða nánar.

Jólasýning 2011

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei