Lyftingamaður ársins

DalabyggðFréttir

Lyftingamaður ársins 2011 er Dalamaðurinn Gísli Kristjánsson frá Teigi í Hvammssveit.
Gísli varð Íslandsmeistari í ólympískum lyftingum í apríl og sigraði í +105 kg flokki. Hann varð síðan annar á Norðurlandamótinu í Pori í Finnlandi í -105 kg flokki. Á Norðurlandamótinu lyfti Gísli 150 kg í snörun, 165 kg í jafnhöttun og því samanlagt 315 kg. Samtals gerðu það 343,827 Sinclair stig. Gísli og Norðmaðurinn Kim Eirik Tollefsen lyftu sömu þyngd, en úrslit réðust á líkamsþyngd.
Til fróðleiks má geta þess að þrátt fyrir að Gísli sé bara 47 ára, er hann yfirleitt langelstur keppenda.

Lyftingasamband Íslands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei