Skólasetning grunnskóladeildar Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Skólasetning grunnskóladeildar Auðarskóla fer fram þriðjudaginn 22. ágúst í Dalabúð og hefst athöfnin klukkan 10:00. Klukkan 11:00 verður kynning fyrir nemendur yngsta stigs, klukkan 11:20 verður kynning fyrir nemendur á miðstigi og klukkan 11:40 fyrir nemendur elsta stigs. Einnig minnum við á að í vetur samþykkti fræðslunefnd og síðar sveitastjórn að Auðarskóli myndi kaupa ritföng fyrir nemendur í 1. – …

Íslandsmeistaramót í hrútadómum 2017

DalabyggðFréttir

Fimmtánda Íslandsmeistaramótið í hrútadómum verður sunnudaginn 20. ágúst kl. 14 í Sævangi á Ströndum. Þessi íþróttagrein sem í daglegu tali er kölluð hrútaþukl er uppfinning Strandamanna og hefur verið haldin árlega á Sauðfjársetrinu frá árinu 2003. Á síðasta ári mættu um 500 manns til að horfa á keppnina og yfir 70 tóku þátt. Kaffihlaðborð og kjötsúpa verður í boði á …

Ólafsdalshátíð 12. ágúst 2017

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður haldin laugardaginn 12. ágúst 2017. Að venju er frítt á hátíðina, en seldir eru miðar í Ólafsdalshappdrættinu. Dagskrá Kl. 12:00-13:15 Gönguferð um minjastaði í Ólafsdal. Hafa fundist víkingaaldarminjar í dalnum? Leiðsögumaður er Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands. Mæting er kl. 11.45. Kl. 13:00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. Miðaverð er 500 kr, veglegir vinningar. Kl. …

Á bernskuslóðum

DalabyggðFréttir

Vestlendingarnir og óperusöngvararnir Guðrún Ingimars og Elmar Gilbertsson sem hafa búið og starfað um árabil erlendis verða á heimaslóðum helgina 12.-13. ágúst. Guðrún og Elmar verða með tónleika í Dalabúð Búðardal laugardaginn 12. ágúst kl. 20 og í Borgarneskirkju sunnudaginn 13. ágúst kl. 17. Á efnisskránni verða íslensk sönglög og söngleikjatónlist. Aðgangseyrir er 2.500 kr. Athugið að ekki er tekið …

Lífsmyndir í vöku og draumi

DalabyggðFréttir

Síðustu tónleikar sumarsins á Hótel Eddu á Laugum verða sunnudaginn 6. ágúst kl. 21. Björg Þórhallsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson leika uppáhaldslögin sín í eigin útsetningum og skemmtilegum útfærslum. Íslensk sönglög og þjóðlög í bland við þekktar klassískar perlur. Tónleikarnir eru um klukkutíma að lengd og frítt er inn á þá.

Bach og bögur í baðstofunni

DalabyggðFréttir

Sigrún Valgerður, Sigursveinn, Diljá og Ólöf halda tónleika á Hótel Eddu Laugum laugardaginn 29. júlí kl. 21. Hjónin Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Sigursveinn Magnússon koma fram ásamt dætrum sínum Diljá og Ólöfu Sigursveinsdætrum. Þau starfa öll við tónlist, Ólöf er sellóleikari og -kennari, Diljá er fiðluleikari og -kennari, Sigrún kennari og söngkona og Sigursveinn hefur starfað sem skólastjóri og komið …

Ljárskógasel

DalabyggðFréttir

Áttunda kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður fimmtudaginn 27. júlí kl. 19:30 í Ljárskógaseli í Laxárdal. Ljárskógasel er örlítið utan alfaraleiðar. Beygt er heim að Ljárskógum og beygt til vinstri áður en komið er heim að bæ. Er siðan keyrt upp til fjalla þar til komið er að rústunum í seli. Vegurinn fram að seli var heflaður á laugardaginn og ætti því …

Umsjónarmaður félagsstarfs

DalabyggðFréttir

Dvalar-og hjúkrunarheimilið Silfurtún auglýsir eftir umsjónarmanni í félagsstarf. Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins. Óskað er eftir metnaðarfullum starfsmanni með reynslu, sem vilja leggja sitt að …

Staðartangar

DalabyggðFréttir

Sjöunda kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður þriðjudaginn 18. júlí um Staðartanga með blöndu af útivist, hreyfingu, náttúru, sögu og útsýni. Upphaf göngunnar er við höfnina í Skarðsstöð og stundvíslega verður lagt af stað kl. 19. Genginn verður um tangana með hæfilegum stoppum fyrir sögur og náttúruskoðun undir leiðsögn safnvarðar og Boga á Skarði. Gangan tekur um einn og hálfan tíma og …

Sælingsdalstungurölt

DalabyggðFréttir

Sjötta kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður fimmtudaginn 13. júlí í landi Sælingsdalstungu. Gangan hefst stundvíslega kl. 19 við fjárhúsin í Tungu. Gangan er auðveld að vanda og að mestu gengið eftir vegslóðum. Hún tekur um einn og hálfan tíma með rannsóknar- og sögustoppum. Kunnugum er meira en velkomið að láta ljós sitt skína og miðla öðrum að þekkingu sinni. Allir eru …