Skrauma

DalabyggðFréttir

Fjórða kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður þriðjudaginn 27. júní kl 19:30 niður með Skraumu í Hörðudal. Upphaf ferðar er á bæjarhlaðinu í Álfatröðum, sem er eyðibýli rétt vestan Skraumu, neðan vegar. Mikilvægt er að að loka hliðinu á eftir sér, það er ekki bara til skrauts. Frá Álfatröðum verður gengið niður með Skraumu til sjávar. Gljúfrin verða skoðuð og annað sem …

Sumarsólstöðutónleikar á Laugum

DalabyggðFréttir

Kristín Lárusdóttir sellóleikari heldur órafmagnaða tónleika miðvikudaginn 21. júní kl. 21 í Gyllta salnum á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal. Tónlist Kristínar er innblásin af íslenskum tónlistararfi og náttúru. Hún spilar bæði á selló, kveður og notar ýmis rafhljóð. Á tónleikunum mun Kristín koma til með að spila og syngja eigin tónlist, rímur og þjóðlög. Allir eru velkomnir og enginn …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 149. fundur

DalabyggðFréttir

149. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 20. júní 2017 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Kjör oddvita og varaoddvita til eins árs. 2. Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð til eins árs. 3. Veiðifélag Laxdæla – Fundarboð 4. Skólaakstur – Bréf skólabílstjóra Almenn mál – umsagnir og vísanir 5. Íþróttamannvirki í Búðardal 6. Drög að …

Hreinsun rotþróa

DalabyggðFréttir

Árleg hreinsun rotþróa fer fram síðari hluta júnímánuðar. Í ár verður hreinsað í Hörðudal, Miðdölum og Haukadal. Sumarið 2018 í Laxárdal, á Skarðsströnd og í Saurbæ og sumarið 2019 á Skógarströnd, í Hvammssveit og á Fellsströnd. Til þess að hreinsun geti gengið auðveldlega fyrir sig þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi að lóðum sínum og sjá til þess að hlið …

Timbur- og járngámar í dreifbýli

DalabyggðFréttir

Timbur- og járngámar verða staðsettir í dreifbýli með sama sniði og undanfarin ár. Skógarströnd, Hörðudalur og Miðdalir 22. – 28. júní Haukadalur, Laxárdalur og Hvammssveit 29. júní – 5. júlí Fellsströnd, Skarðsströnd og Saurbær 6. júlí – 12. júlí

Salthólmavík og Sölvatangi

DalabyggðFréttir

Þriðja kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður mánudaginn 19. júní kl. 19:30 og er þá búið að taka tillit til sögumanns, veðurspár og sjávarfalla. Beygt er hjá Skriðulandi, keyrt í átt að Tjaldanesi og rétt áður en þangað er komið er vegur merktur Salthólmavík. Hægt er að leggja bílum við lónið/stífluna, þar sem Staðarhólsá og Hvolsá mætast. Byrjað er að ganga gamlan …

Vígslubiskup heimsækir Dalina

DalabyggðFréttir

Dagana 18. og 19. júní munu heimsækja Dalina sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi. Af því tilefni verður kvöldmessa í Hjarðarholtskirkju sunnudaginn 18. júní, kl. 20. Sóknarprestur, sr. Anna Eiríksdóttir, mun þjóna fyrir altari og vígslubiskup, sr. Kristján Valur Ingólfsson, prédika. Organisti í athöfninni verður Halldór Þorgils Þórðarsonar og félagar úr …

Sauðafellshlaupið 2017

DalabyggðFréttir

Föstudagskvöldið 16. júní kl. 20:30 verður Sauðafellshlaupið haldið í fjórða sinn. Hlaupið hefst og endar við brúsapallinn á Erpsstöðum. Hlaupið er eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585, á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið, það hlaupið þvert og niður að bænum Sauðafelli, og komið að þjóðvegi 60 á ný og þá er hringnum lokað. Hlaupaleiðin er um …

Kvöldmót UDN

DalabyggðFréttir

Kvöldmót UDN verð þrjú í ár og verða haldin í Dalnum í Búðardal. Fyrsta mótið verður fimmtudaginn 15. júní, annað fimmtudaginn 20. júlí og þriðja mánudaginn 14. ágúst. Mótin hefjast kl. 18:30. Upplýsingar um skráningu, keppnisgreinar og aldursflokka er að finna á heimasíðu UDN. Skrá þarf keppendur fyrir klukkan 15 þann dag sem keppni fer fram með tölvupósti á udn@udn …