Opið fjós á Erpsstöðum

DalabyggðFréttir

Opið fjós verður á Erpsstöðum sunnudaginn 18. desember frá kl. 14. Kl. 14 verður boðið upp á kynnisferð um sali Rjómabúsins. Kl. 14:30 verður leiðsögn um fjósið. Þá hefur gamla fjósið gengið í gegnum miklar breytingar sem einnig verður hægt að skoða. Lifandi tónlist verður milli kl. 15 og 16.

Tillaga að deiliskipulagi í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. september 2016 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Ólafsdal í Dalabyggð skv. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010. Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu-, menningar- og minjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Torfi Bjarnason stofnaði fyrsta bændaskóla landsins í Ólafsdal árið 1880 og rak hann til 1907. Menningarlandslag í Ólafsdal er mjög …

Auðarskóli – deildarstjóri á leikskóla

DalabyggðFréttir

Auðarskóli óskar eftir deildarstjóra á leikskóla til starfa. Staðan er laus frá og með 1. janúar. Umsóknarfrestur er til 23. desember 2016. Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra á leikskóla. Hæfnikröfur eru · leikskólakennaramenntun · færni í samskiptum · frumkvæði í starfi · sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð · stundvísi · góð íslenskukunnátta Upplýsingar …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 143. fundur

DalabyggðFréttir

143. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 13. desember 2016 og hefst kl. 19. Dagskrá Gera má ráð fyrir óskað verði eftir að eftirtaldar fundargerðir verði teknar á dagskrá: 54. fundur menningar- og ferðamálanefndar frá 12. des. 182. fundur byggðarráðs frá 12. des. 71. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar frá 13. des. Almenn mál 1. Fjárhagsáætlun 2017-2020 Almenn …

Jólakvöldvaka skáta

DalabyggðFréttir

Jólakvöldvaka skátafélagsins Stíganda verður í Dalabúð miðvikudagskvöldið 7. desember, klukkan 20. Jólakvöldvakan verður að hætti skáta með söngvum, leik og heitu kakói. Allar ömmur og afar, mömmur og pabbar, systkini, frændur og frænkur er velkomin á kvöldvökuna.

Jólatré við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Kveikt verður á jólatré við Auðarskóla þriðjudaginn 6. desember kl. 17:30. Að venju verður dansað í kringum tréð og sungin jólalög, kannski með aðstoð jólasveina. Á eftir verður boðið upp á kaffi, súkkulaði og piparkökur í Dalabúð.

Ormahreinsun hunda og katta

DalabyggðFréttir

Í haust hefur komið fram vöðvasullur í sauðfé. Um er að ræða aukna tíðni og gæti ástæðan verið misbrestur á bandormahreinsun hunda. Vöðvasullur er ekki hættulegur fyrir fólk en veldur tjóni vegna skemmda á kjöti og hugsanlega óþægindum fyrir féð. Vöðvasullur greindist fyrst hér á landi í lömbum árið 1983 og á árunum fram til 1990 sást töluvert af honum …

Jólamarkaður í Króksfjarðarnesi

DalabyggðFréttir

Jólamarkaður í Króksfjarðarnesi verður eins og venjulega fyrstu helgina í aðventu, sem að þessu sinni er dagana 26. og 27. nóvember. Opið verður báða dagana kl 13-17. Til sölu verður ýmiss konar fallega unnið handverk, bækur, jólakort, jólapappír og fleira og fleira. Kaffi og meðlæti verður einnig til sölu. Félagasamtök sem þegar hafa staðfest þátttöku eru Handverksfélagið Assa, Lionsdeildin á …

Lánasérfræðingar Byggðastofnunar

DalabyggðFréttir

Lánasérfræðingar Byggðastofnunar verða til viðtals í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal mánudaginn 21. nóvember kl. 11-13. Núverandi og nýir viðskiptavinir eru velkomnir til að ræða lánamöguleika hjá Byggðastofnun. Byggðastofnun

Dagur nýsköpunar á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Dagur nýsköpunar og úthlutunarhátíð Uppbyggingasjóðs Vesturlandsverður haldinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi miðvikudaginn 23. nóvember og hefst dagskrá kl. 13:30. Uppbyggingasjóður Vesturlands mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi. En sjóðurinn úthlutar styrkjum til nýsköpunar tvisvar á ári og er þetta seinni úthlutun þessa árs. Bjarni Már Gylfason frá Samtökum iðnaðarins og Oddur Sturluson frá Icelandic startup flytja erindi um nýsköpun. …