MS Búðardal óskar eftir áhugasömum aðila á námssamning sem nemi í mjólkuriðn. Nám í mjólkuriðn er þriggja ára iðnnám og fer bóklegur hluti þess fram í Danmörku. Æskilegt er að viðkomandi aðili sé búsettur í Dalabyggð eða hafi áhuga á búsetu þar. Viðkomandi aðili skuldbindir sig til að starfa hjá MS Búðardal að námi loknu. Störf í mjólkuriðn henta báðum …
Viðvera atvinnuráðgjafa
Atvinnuráðgjafi SSV verður með viðveru í Búðardal fyrsta þriðjudag hvers mánuðar kl. 13-15 í vetur. Ólafur Sveinsson verður hér í Dölum þriðjudagana 1. nóvember, 6. desember, 3. janúar, 7. febrúar, 7. mars, 4. apríl og 2. maí. Hægt er að panta tíma hjá honum í síma 892 3208. Þá má panta heimsókn hjá atvinnuráðgjafa utan auglýsts viðverutíma hjá skrifstofu SSV …
Yfirlýsing nemendafélags Auðarskóla
Nemendafélag Auðarskóla hefur sent frá yfirlýsingu varðandi skemmdarverk í sveitarfélaginu. „Við í nemendaráði Auðarskóla höfum tekið eftir skemmdarverkum í Dalabyggð. Þau eru á kostnað sveitarfélagsins sem gæti verið peningur til þess að nota í eitthvað skemmtilegt. Til dæmis að nota peninginn í að kaupa tölvur fyrir skólann og við ætlum að gera það sem við getum til að koma í …
Ljósmyndakeppni FSD 2016
Þema ljósmyndasamkeppni FSD 2016 er smalinn. Skilafrestur að senda inn myndir er laugardagurinn 15. október. Þegar fresturinn er liðinn munu þær allar birtast á fb-síðu FSD. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin, auk þess verða veitt verðlaun fyrir myndina sem hreppir flest like á fb-síðu FSD. Myndir skal senda til Sigríðar á netfangið siggahuld@gmail.com í síðasta lagi laugardaginn 15. …
Aðgangur að kjörskrárstofni
Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir aðgang að kjörskrárstofni. Það þýðir að kjósendur geta kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá í þingkosningum 29. október. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, …
Þroskahjálp
Miðvikudaginn 19. október kl.16:30 verður formaður Þroskahjálpar, Bryndís Snæbjörnsdóttir, með fund í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Kynning verður á starfi og stefnu Þroskahjálpar og umræður um málefni fatlaðs fólks. Allir eru velkomnir. Þroskahjálp
Heilsugæslustöðin
Upplýsingar frá heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum um móttöku háls-, nef og eyrnalæknis, inflúensubólusetningu, krabbameinsleit og nýtt vaktnúmer utan dagvinnutíma. Háls-, nef- og nef og eyrnalæknir Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal mánudaginn 3. október. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Inflúensubólusetning Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal …
Skógarstrandarvegur
Á 140. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 20. september 2016 var rætt um ástand Skógarstrandarvegar, stofnveg 54. Snæfellsnesvegur (54) milli Hörðudals og Stykkishólmsvegar er um 60 km langur malarvegur og er hann hluti af stofnvegakerfi landsins enda tengir hann saman Snæfellsnes og Dali og myndar þar með (ferðamanna)leiðir til Norðurlands og Vestfjarða. Samkvæmt umferðartölum Vegagerðarinnar var sumardagsumferð um veginn árið 2015 allt …
Svæðisskipulag
Þann 6. september var haldinn annar opni súpufundurinn í tengslum við svæðisskipulagsvinnu Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Á fundinn komu rúmlega 30 manns til að ræða þróun heimahaganna. Fyrir fundarmenn voru lögð tvö verkefni. Annað sneri að efnivið fyrir svæðismark (vörumerki) svæðisins. Hitt fólst í skipulagningu ferðaleiða og áfangastaða. Í tengslum við fyrra verkefnið kynntu ráðgjafar frá Alta fordæmi og fyrirmyndir …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 140. fundur
140. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 20. september 2016 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1.Styrkir til uppbygginar á innviðum fyrir rafbíla2.Samband sveitarfélaga á Vesturlandi – Haustþing 20163.Stofnvegur 54 um Skógarströnd4.Styrkumsókn – Haustfagnaður 20165.Sala eigna – Laugar í Sælingsdal Almenn mál – umsagnir og vísanir 6.Heimaþjónusta – Félagsstarf aldraðra7.Umsókn um lóð8.Frumvörp til umsagnar ágúst 20169.Reglur um …