Aðgangur að kjörskrárstofni

DalabyggðFréttir

Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir aðgang að kjörskrárstofni. Það þýðir að kjósendur geta kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá í þingkosningum 29. október.
Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.
Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, 24. september síðastliðinn. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar er hægt að nálgast á vefsíðu sýslumanna.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis fer fram á skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur þó ákveðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis. Utanríkisráðuneytið auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla geti farið fram erlendis.

Kjörskrárstofn

Kosningavefur Innanríkisráðuneytisins

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei