MS Búðardal – nám í mjólkuriðn

DalabyggðFréttir

MS Búðardal óskar eftir áhugasömum aðila á námssamning sem nemi í mjólkuriðn.
Nám í mjólkuriðn er þriggja ára iðnnám og fer bóklegur hluti þess fram í Danmörku.
Æskilegt er að viðkomandi aðili sé búsettur í Dalabyggð eða hafi áhuga á búsetu þar.
Viðkomandi aðili skuldbindir sig til að starfa hjá MS Búðardal að námi loknu.
Störf í mjólkuriðn henta báðum kynjum.
Allar nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson (ludvikh@ms.is) og Elísabet Svansdóttir (elisabets@ms.is)
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei