Reglur um launuð námsleyfi starfsmanna

DalabyggðFréttir

Á fundi byggðaráðs 6. júlí og sveitarstjórnar 16. ágúst voru samþykktar reglur um launuð námsleyfi starfsmanna Dalabyggðar. Í reglunum er fjallað um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá launað starfsleyfi hjá Dalabyggð. En auk þess skipta kjarasamningar og reglur stéttarfélaga þar máli. Reglur um launuð námsleyfi starfsmanna Dalabyggðar

Rafmagnstruflanir

DalabyggðFréttir

Gera má ráð fyrir rafmagnstruflunum á Skógarströnd og í Suður-Dölum aðfaranótt föstudagsins 26. ágúst frá kl. 1:00 til kl. 6:00 vegna vinnu Landsnets á 66 kV flutningskerfi sínu. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími er 528 9390. RARIK

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum

DalabyggðFréttir

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum verður haldið sunnudaginn 21. ágúst kl. 14 á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum í hádeginu og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Síðasta ár sigraði Guðmundur Gunnarsson bóndi Kjarlaksvöllum í Saurbæ, í öðru sæti var Vilberg Þráinsson Hríshóli …

Nýr ferðamálafulltrúi

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur ráðið Bjarnheiði Jóhannsdóttur í hálfa stöðu ferðamálafulltrúa og hefur hún hafið störf. Bjarnheiður hefur undanfarin 9 ár starfað sem verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en þar hefur hún aðstoðað fyrirtæki og frumkvöðla við þróun og markaðssetningu viðskiptahugmynda. Hefur hún m.a. töluverða reynslu af styrkjaumhverfinu á Íslandi og umsóknagerð. Fyrsta verkefni Bjarnheiðar verður tengslamyndun á svæðinu og við aðra í …

Vetraráætlun Strætó

DalabyggðFréttir

Vetraráætlun Strætó á Vesturlandi hefst 11. september. Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á Strætó.is. Ef óskað er nánari upplýsinga um leiðabreytingar Strætó þá er Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri, talsmaður fyrirtækisins. Netfangið hans er johannesru@straeto.is og síminn er 660 1488.

Draugasaga í Sævangi

DalabyggðFréttir

Einleikurinn Draugasaga verður sýndur í Sævangi laugardaginn 13. ágúst. Einleikurinn Draugasaga sem Leikfélag Hólmavíkur setti upp síðastliðið haust verður nú sýndur einu sinni enn á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð, laugardaginn 13. ágúst kl. 22. Leikritið var sérstaklega skrifað fyrir sýningar í Sævangi og tekur sýningin klukkustund. Áhorfendur kynnast húsdraugnum sem heldur til í Sævangi og hann segir sögur af …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 139. fundur

DalabyggðFréttir

139. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 16. ágúst 2016 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Sturla á Staðarhóli 2. Viðmiðunarlaun sveitarstjórnarmanna 3. Styrkir til uppbygginar á innviðum fyrir rafbíla 4. Ný lög um almennar íbúðir 5. Fjárhagsáætlun 2016 – Viðauki 2 Almenn mál – umsagnir og vísanir 6. Reglur um launuð námsleyfi starfsmanna Dalabyggðar 7. …

Hörputurn – lífrænn úrgangur

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum búsettum í dreifbýli Dalabyggðar til að taka þátt í tilraun með förgun lífræns úrgangs heima. Dalabyggð leggur til svokallaða Hörputurna og sér um að koma þeim fyrir. Þátttakendur flokka lífrænan úrgang skv. leiðbeiningum og setja í turninn í stað þess að fara með hann í sorpgámana. Þátttakendur skila skýrslu eftir tilsettan tíma þar sem meðal …

Skólaakstur

DalabyggðFréttir

Ein akstursleið er laus til umsóknar nú þegar, það er Haukadalur – Auðarskóli. Um er að ræða akstur fjögurra barna frá þremur bæjum. Um skólaakstur í Dalabyggð gilda reglur um skólaakstur. Greiðslur eru samkvæmt taxta Dalabyggðar. Áhugasamir sendi skriflega umsókn á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 19. ágúst.