Gera má ráð fyrir rafmagnstruflunum á Skógarströnd og í Suður-Dölum aðfaranótt föstudagsins 26. ágúst frá kl. 1:00 til kl. 6:00 vegna vinnu Landsnets á 66 kV flutningskerfi sínu. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími er 528 9390. RARIK
Íslandsmeistaramótið í hrútadómum
Íslandsmeistaramótið í hrútadómum verður haldið sunnudaginn 21. ágúst kl. 14 á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum í hádeginu og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Síðasta ár sigraði Guðmundur Gunnarsson bóndi Kjarlaksvöllum í Saurbæ, í öðru sæti var Vilberg Þráinsson Hríshóli …
Nýr ferðamálafulltrúi
Dalabyggð hefur ráðið Bjarnheiði Jóhannsdóttur í hálfa stöðu ferðamálafulltrúa og hefur hún hafið störf. Bjarnheiður hefur undanfarin 9 ár starfað sem verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en þar hefur hún aðstoðað fyrirtæki og frumkvöðla við þróun og markaðssetningu viðskiptahugmynda. Hefur hún m.a. töluverða reynslu af styrkjaumhverfinu á Íslandi og umsóknagerð. Fyrsta verkefni Bjarnheiðar verður tengslamyndun á svæðinu og við aðra í …
Vetraráætlun Strætó
Vetraráætlun Strætó á Vesturlandi hefst 11. september. Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á Strætó.is. Ef óskað er nánari upplýsinga um leiðabreytingar Strætó þá er Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri, talsmaður fyrirtækisins. Netfangið hans er johannesru@straeto.is og síminn er 660 1488.
Skrifstofa Dalabyggðar lokuð
Vegna námskeiðs verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá kl. 12:30 þriðjudaginn 16. ágúst 2016 Sveitarstjóri
Draugasaga í Sævangi
Einleikurinn Draugasaga verður sýndur í Sævangi laugardaginn 13. ágúst. Einleikurinn Draugasaga sem Leikfélag Hólmavíkur setti upp síðastliðið haust verður nú sýndur einu sinni enn á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð, laugardaginn 13. ágúst kl. 22. Leikritið var sérstaklega skrifað fyrir sýningar í Sævangi og tekur sýningin klukkustund. Áhorfendur kynnast húsdraugnum sem heldur til í Sævangi og hann segir sögur af …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 139. fundur
139. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 16. ágúst 2016 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Sturla á Staðarhóli 2. Viðmiðunarlaun sveitarstjórnarmanna 3. Styrkir til uppbygginar á innviðum fyrir rafbíla 4. Ný lög um almennar íbúðir 5. Fjárhagsáætlun 2016 – Viðauki 2 Almenn mál – umsagnir og vísanir 6. Reglur um launuð námsleyfi starfsmanna Dalabyggðar 7. …
Hörputurn – lífrænn úrgangur
Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum búsettum í dreifbýli Dalabyggðar til að taka þátt í tilraun með förgun lífræns úrgangs heima. Dalabyggð leggur til svokallaða Hörputurna og sér um að koma þeim fyrir. Þátttakendur flokka lífrænan úrgang skv. leiðbeiningum og setja í turninn í stað þess að fara með hann í sorpgámana. Þátttakendur skila skýrslu eftir tilsettan tíma þar sem meðal …
Skólaakstur
Ein akstursleið er laus til umsóknar nú þegar, það er Haukadalur – Auðarskóli. Um er að ræða akstur fjögurra barna frá þremur bæjum. Um skólaakstur í Dalabyggð gilda reglur um skólaakstur. Greiðslur eru samkvæmt taxta Dalabyggðar. Áhugasamir sendi skriflega umsókn á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 19. ágúst.
Fjártölur vegna fjallskila
Byggðarráð samþykkir að sauðfjáreigendum verði gefinn kostur á að leiðrétta opinberar hausttölur miðað við afföll vetrarins, áður en fjallskil verða lögð á. Sauðfjáreigendur skulu hafa samband við fulltrúa í sinni fjallskilanefnd og tilkynna breytingar. Frestur til að skila inn breytingum er til 25. ágúst. Að öðrum kosti verða hausttölur 2015 notaðar við ákvörðun fjallskila.