Nýr ferðamálafulltrúi

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur ráðið Bjarnheiði Jóhannsdóttur í hálfa stöðu ferðamálafulltrúa og hefur hún hafið störf.
Bjarnheiður hefur undanfarin 9 ár starfað sem verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en þar hefur hún aðstoðað fyrirtæki og frumkvöðla við þróun og markaðssetningu viðskiptahugmynda. Hefur hún m.a. töluverða reynslu af styrkjaumhverfinu á Íslandi og umsóknagerð.
Fyrsta verkefni Bjarnheiðar verður tengslamyndun á svæðinu og við aðra í umhverfi ferðaþjónustunar á Íslandi.
Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að hafa samband, vilji þeir nýta sér þjónustu hennar við þróun, markaðssetningu, upplýsingar og fleira tengt sínum rekstri. Netfangið er ferdamal@dalir.is.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei