Draugasaga í Sævangi

DalabyggðFréttir

Einleikurinn Draugasaga verður sýndur í Sævangi laugardaginn 13. ágúst.
Einleikurinn Draugasaga sem Leikfélag Hólmavíkur setti upp síðastliðið haust verður nú sýndur einu sinni enn á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð, laugardaginn 13. ágúst kl. 22. Leikritið var sérstaklega skrifað fyrir sýningar í Sævangi og tekur sýningin klukkustund.
Áhorfendur kynnast húsdraugnum sem heldur til í Sævangi og hann segir sögur af öðrum draugum af Ströndum sem hann hefur orðið samferða í gegnum tíðina. Hægt og sígandi kemur hans eigin ógæfusaga fram í skímuna. Leikritið er dálítið óhugnanlegt og ekki við hæfi ungra barna.
Þessi sýning á leikritinu kemur í framhaldi af því að stykkið verður sýnt á einleikjahátíðinni Act Alone þetta árið, nánar tiltekið fimmtudagskvöldið 11. ágúst kl. 22 í félagsheimilinu á Suðureyri.
Það er Arnór Jónsson frá Kirkjubóli á Ströndum sem leikur drauginn í einleiknum, en faðir hans og þjóðfræðingurinn Jón Jónsson er höfundur verksins og leikstjóri.
Miðapantanir fyrir sýninguna í Sævangi eru í síma 693 3474 (Ester) og aðgangseyrir er 1.800 kr.

Draugasaga – fb

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei