Öskudagsskemmtun

DalabyggðFréttir

Árleg öskudagsskemmtun Foreldra- og nemendafélags Auðarskóla verður haldin í Dalabúð miðvikudaginn 5. mars n.k. kl. 17-20. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni, leikir, diskótek og vöfflukaffi til styrktar nemendafélaginu. Athugið að enginn posi er á staðnum. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Stjórn Foreldrafélags Auðarskóla

Kynningarfundur um sáttatillögu ríkissáttasemjara

DalabyggðFréttir

Stéttarfélag Vesturlands boðar til kynningarfundar vegna atkvæðagreiðslu um sáttatillögu ríkssáttasemjara til lausnar kjaradeilu Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins og undirrituð var 20. febrúar 2014. Um er að ræða félagsmenn í þeim deildum félagsins sem vinna eftir kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands (SGS) við Samtök atvinnulífsins, ekki þá sem eru í deildum Samiðnar eða LÍV, starfa eftir samningum ríkis- eða sveitarfélaga eða eftir …

Nýtt fyrirtæki opnar í Búðardal

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 27. febrúar mun stálsmiðja, bíla- og vélaverkstæðið B.A. Einarsson opna að Vesturbraut 8 í Búðardal. Í tilefni þess er íbúum Dalabyggðar og nærsveita boðið að kíkja við, þiggja kaffisopa og léttar veitingar á meðan birgðir endast.

Skólaliði í Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Skólaliða vantar tímabundið í 50% starf í mötuneyti Auðarskóla í Dalabúð. Starfið fellst í aðstoð í eldhúsi, þrifum og gæslu. Um er að ræða vinnu í fjórar vikur frá og með 4. mars næstkomandi. Að lokinni afleysingu í mötuneytinu er möguleiki á afleysingavinnu í öðrum deildum Auðarskóla. Áhugasamir hafi samband við Eyjólf skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið …

Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 18.febrúar 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2006-2018 og tillögu að deiliskipulagi. Í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar ásamt umhverfisskýrslu. Breytingin tekur til urðunarsvæðis í landi Höskuldsstaða og til breytingar á Vestfjarðavegi, nr. 60, í Miðdölum, ásamt tengingu Fellsendavegar og Hlíðarvegar. …

Breytingar á sorphirðu í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn hefur ákveðið, að höfðu samráði við Gámaþjónustu Vesturlands ehf. að almenn sorphirða frá heimilum verði á 14 daga fresti frá mánaðarmótunum mars/apríl. Þannig verður sorp hirt mánudaginn 24. mars en næst þriðjudaginn 1. apríl og annan hvern þriðjudag þaðan í frá. Flokkunarkrá Samhliða þessu verða gerðar breytingar á flokkunarstöðinni við Vesturbraut (gámavellinum) þannig að íbúar geta komið með flokkað …

Bæjarhátíð í Búðardal

DalabyggðFréttir

Á síðasta fundi menningar- og ferðamálanefndar Dalabyggðar var ákveðið að bæjarhátíð í Búðardal yrði 11.-13. júlí. Seinka þurfti hátíðinni til að Vestfjarðavíkingurinn gæti orðið hluti af dagskránni. Dagskrá bæjarhátíðar 2014 verður í samræmi við áhuga íbúa og þeirra þátttöku. Allar hugmyndir eru vel þegnar. Á síðustu bæjarhátíð var m.a. á dagskrá listasmiðja fyrir börn, blindrabolti, kjötsúpa, kvöldvökur, Vestfjarðavíkingurinn, markaður, lambakjötskynning, …

Tölvunámskeið fyrir SDS félaga

DalabyggðFréttir

Tölvunámskeið fyrir félaga í SDS verður í Leifsbúð í Búðardalur miðvikudagana 5. og 12. mars kl. 18:00-20:30 bæði kvöldin. Námskeiðið er hugsað fyrir þá félaga SDS sem nota tölvur lítið en vilja gjarnan komast betur af stað og læra meira á þessi tæki. Meðal efnis er farið í öryggismál, skipulag gagna í tölvunni, samskiptamiðla eins og Facebook, hvernig er hægt …

Sýslumaðurinn í Búðardal

DalabyggðFréttir

Vegna náms- og kynningarferðar verður skrifstofa Sýslumannsins í Búðardal lokuð föstudaginn 21. febrúar 2014

Með glimmer á rassinum

DalabyggðFréttir

Þriðjudagskvöldið 18. febrúar kl. 20:30 verður fræðslukvöld fyrir foreldra í Hjálmakletti, sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Eftirtaldir aðilar verða með erindi, deila þekkingu sinni og svara spurningum foreldra. MEÐ GLIMMER Á RASSINUM Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri og handritshöfundur stuttmyndarinnar „Fáðu já“ deilir reynslu sinni af því að spjalla við þúsundir unglinga um klám, kynlíf, ofbeldi og internetið – og hvers vegna það …