Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 18.febrúar 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2006-2018 og tillögu að deiliskipulagi.
Í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar ásamt umhverfisskýrslu. Breytingin tekur til urðunarsvæðis í landi Höskuldsstaða og til breytingar á Vestfjarðavegi, nr. 60, í Miðdölum, ásamt tengingu Fellsendavegar og Hlíðarvegar.
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga, ásamt umhverfisskýrslu, að deiliskipulagi sorpurðunarsvæðis í landi Höskuldsstaða.
Tillögurnar liggja frammi, frá 27. febrúar til 11. apríl á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal, heimasíðu sveitarfélagsins dalir.is, auk þess sem tillaga að aðalskipulagsbreytingu liggur frammi á skrifstofu Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166 í Reykjavík.
Athugasemdum ber að skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11 í Búðardal eða netfangið bogi@dalir.is fyrir 11. apríl 2014. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir lokafrest, telst samþykkur þeim.
Dalabyggð 20. febrúar 2014
Skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei