Bæjarhátíð í Búðardal

DalabyggðFréttir

Á síðasta fundi menningar- og ferðamálanefndar Dalabyggðar var ákveðið að bæjarhátíð í Búðardal yrði 11.-13. júlí. Seinka þurfti hátíðinni til að Vestfjarðavíkingurinn gæti orðið hluti af dagskránni.
Dagskrá bæjarhátíðar 2014 verður í samræmi við áhuga íbúa og þeirra þátttöku. Allar hugmyndir eru vel þegnar. Á síðustu bæjarhátíð var m.a. á dagskrá listasmiðja fyrir börn, blindrabolti, kjötsúpa, kvöldvökur, Vestfjarðavíkingurinn, markaður, lambakjötskynning, fornbíla- og dráttarvélasýning, ljósmyndasýning, tónlistaratriði, nytjamarkaður, kassabílarallý og dansleikur.
Bæjarhátíð sem þessi byggist á að félagasamtök, fyrirtæki eða einstaklingar taki einstök verkefni í fóstur og fylgi þeim eftir. Ekki eru aðrar greiðslur í boði fyrir þátttöku en bros frá gestum og eigin gleði.
Þeir sem hafa áhuga á að koma að dagskrá hátíðarinnar eða leggja fram krafta sína á annan hátt skulu sem fyrst hafa samband við Jón Egil Jóhannsson formann nefndarinnar (netfang: bjargeys @simnet.is).
Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei