Tölvunámskeið fyrir SDS félaga

DalabyggðFréttir

Tölvunámskeið fyrir félaga í SDS verður í Leifsbúð í Búðardalur miðvikudagana 5. og 12. mars kl. 18:00-20:30 bæði kvöldin.
Námskeiðið er hugsað fyrir þá félaga SDS sem nota tölvur lítið en vilja gjarnan komast betur af stað og læra meira á þessi tæki.
Meðal efnis er farið í öryggismál, skipulag gagna í tölvunni, samskiptamiðla eins og Facebook, hvernig er hægt að versla á netinu, senda tölvupóst og það sem fólk óskar sérstaklega eftir.
Æskilegt er að félagsmenn mæti með eigin fartölvur og/eða spjaldtölvur, en hægt er að fá lánaðar fartölvur fyrir þá sem það þurfa.
Leiðbeinandi er Pétur V. Georgsson, kerfisfræðingur og framhaldsskólakennari.
Námskeiðið verður í Átthagastofu Snæfellsbæjar í Ólafsvík þriðjudagana 18. og 25. febrúar, Grunnskólanum í Stykkishólmi þriðjudagana 4. og 11. mars, Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði miðvikudagana og í Leifsbúð í Búðardalur miðvikudagna 5. og 12. mars.
Boðið verður upp á kaffi/te, kaffibrauð og ávexti.
Skráningar eru hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi í síma 437 2390 og á vef Símenntunar.
Námskeiðið er ætlað félögum SDS og er þeim að kostnaðarlausu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei