Ráðstefnu um sameiningar sveitarfélaga frestað

DalabyggðFréttir

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ráðstefnu um sameiningar sveitarfélaga sem stóð til að halda á vegum SSV að Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit fimmtudaginn 12. mars n.k. vegna COVID-19 veirunnar. Því miður er þetta niðurstaðan en vonir standa til að hægt verði að halda ráðstefnuna seinni partinn í maí en það mun skýrast á næstu vikum.

Deiliskipulag fyrir Gildubrekkur í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar 2020 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Hlíðar í Hörðudal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga  nr. 123/2010. Deiliskipulagið nær yfir frístundabyggð á jörðinni Hlíð í Dalabyggð og er skipulagssvæðið, Gildubrekkur, staðsett fyrir neðan þjóðveg nr. 581. Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi frístundahús, þjónustuhús, hesthús, vélaskemma og …

Röskun á félagsstarfi eldri borgara

DalabyggðFréttir

Félagsstarf eldri borgara leggst niður í þessari viku. Ástandið verður metið fyrir hverja viku í framhaldinu og ákvörðun tekin um hvort ráðlegt sé að hefja starf að nýju. Öryggi og heilsa fólks er í fyrirrúmi. – Íþrótta- og tómstundafulltrúi Dalabyggðar

Úthlutun nýrra íbúða

DalabyggðFréttir

English below   Opnað verður fyrir umsóknir um nýjar íbúðir í Bakkahvammi fimmtudaginn 12.mars n.k. Það er húsnæðissjálfseignarstofnunin Bakkahvammur hses. sem leigir út íbúðirnar. Til úthlutunar verða þrjár íbúðir, tvær sem eru um 75fm og ein sem er um 90fm. Hægt er að sjá lýsingu á og myndir úr álíka íbúðum HÉR.   Til að sækja um íbúð þarf að …

Leiksýning: Stella í orlofi

DalabyggðFréttir

English below  Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir Stellu í orlofi næstkomandi föstudag. Stella er Íslendingum að góðu kunn, flest kunnum við fjölmarga frasa úr myndinni utanbókar enda er kvikmyndin samofin þjóðarsálinni. Gunnar Gunnsteinsson og Leikfélag Hólmavíkur hafa nú gert leikgerð fyrir svið eftir kvikmyndahandriti Guðnýjar Halldórsdóttur en Gunnar leikstýrir einmitt sýningunni. Sýningin er afrakstur samstarfs Leikfélags Hólmavíkur og Grunn- og tónskólans á …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 188. fundur

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 188 FUNDARBOÐ fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 5. mars 2020 og hefst kl. 16:00 Dagskrá:   Almenn mál 1. 1912005 – Breyting á samþykktum Dalabyggðar – fyrri umræða. 2. 2002053 – Flokkun landbúnaðarlands 3. 2002053 – Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Dalabyggðar 4. 2003004 – Sameining sveitarfélaga – skoðun og valkostagreining 5. 1905023 …

Hér má sjá Stjórnsýsluhús Dalabyggðar að Miðbraut 11

Verkfall – Lokun Sýsluskrifstofu í Búðardal

DalabyggðFréttir

Að öllu óbreyttu hefst ótímabundið verkfall hjá starfsfólki Sýslumannsembætta og Skattsins mánudaginn 9.mars n.k. Ef af verður, mun Sýsluskrifstofan í Búðardal vera lokuð frá þeim degi, vegna verkfalls Sameykis. Ef íbúar eru með erindi sem þarf að afgreiða hjá Sýsluskrifstofu er þeim bent á að reyna afgreiða þau í þessari viku. Sýsluskrifstofan í Búðardal verður með lengri opnunartíma í þessari …

Ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 12.mars n.k. verður haldin ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga að Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit og mun hún standa yfir frá kl.10:00 til 15:00. Eggert Kjartansson, formaður SSV mun opna ráðstefnuna og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Íslands flytur ávarp. Að því loknu verður rætt um reynslu af sameiningum sveitarfélaga og svo hvernig sé hægt að sporna við því að jaðarbyggðir verði …

Ný landsáætlun vegna heimsfaraldurs

DalabyggðFréttir

Staðfestum tilfellum COVID-19 kórónaveirunnar utan Kína hefur fjölgað undanfarna daga. Þar á meðal í Evrópu þar sem tilfelli á Norður-Ítalíu nálgast á þriðja hundrað. Grunur leikur á að eitt tilfelli hafi komið upp á Tenerife á Spáni en endanleg staðfesting á því liggur ekki fyrir. Unnið er á óvissustigi nýrrar landsáætlunar vegna heimsfaraldurs .  Sóttvarnalæknir vinnur að samhæfingu aðgerða, leiðbeiningum og efni …