Aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 – könnun

DalabyggðFréttir

Atvinnumálanefnd Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 24. nóvember 2020 að hafa samband við þá sem stunda rekstur eða hafa starfsemi í Dalabyggð, þ.e. fyrirtæki, atvinnurekendur og ferðaþjóna, til að kalla eftir upplýsingum um nýtingu og möguleika þeirra á aðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19. Nefndin vill vera upplýst um stöðuna og þá kanna hvort nefndin geti hlutast til um málin með samskiptum við stjórnvöld.

Þar sem staða fyrirtækja og atvinnurekenda er mismunandi og getur verið viðkvæm þá var ákveðið að hafa söfnun þessara upplýsinga í formi könnunar sem ekki er hægt að rekja aftur til einstakra aðila.

Þátttakendum ber engin skylda til að svara einstaka spurningum en því betri upplýsingar sem fást, þeim mun betur er hægt að vinna að því að bæta hag fyrirtækja, ferðaþjóna og atvinnurekenda í Dalabyggð.

Upplýsingar sem safnast hérna saman verða aðeins notaðar í vinnu atvinnumálanefndar Dalabyggðar og verða ekki gerðar opinberar þó niðurstöður könnunarinnar geti verið almennt orðaðar í skjölum og minnisblöðum og í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir.

Könnunin er aðeins ætluð fyrirtækjum og rekstraraðilum í Dalabyggð.

 

-> SVARA KÖNNUN <-

 

Ef þið hafið athugasemdir eða ábendingar vegna könnunarinnar má hafa samband við Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Dalabyggð á netfangið johanna@dalir.is eða í síma 845-1859

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei