Sviðsmyndakynning og vinnustofa

DalabyggðFréttir

Í dag var haldinn opinn fundur atvinnumálanefndar Dalabyggðar í tengslum við verkefni nefndarinnar að styðja við hugmyndir og þróun rekstrar núverandi fyrirtækja á svæðinu. Á fundinn kom Stefán Þór Helgason frá KPMG sem kynnti sviðsmyndagreiningu sem unnin var fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Að kynningu lokinni var vinnustofa þar sem þátttakendur á fundinum voru beðnir um að velta fyrir sér mikilvægum aðgerðum …

Vestfjarðaleiðin kynnt

DalabyggðFréttir

Föstudaginn s.l. 21.febrúar var haldinn fundur í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar um verkefni sem oft hefur verið kallað „Hringvegur 2“ sem snýst um nýja og metnaðarfulla ferðamannaleið sem opnar í haust. Fundurinn var fjarfundur þar sem þátttakendur voru Hólmavík, Patreksfjörður, Ísafjörður og Búðardalur. Verkefnastjórar frá Markaðsstofu Vesturlands mættu í Búðardal ásamt Ingvari Erni Ingvarssyni frá Cohn & Wolfe sem hefur unnið að markaðsráðgjöf …

Erindi sent á þingmenn og þjónustuaðila

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 13. febrúar sl. var fjallað um niðurskurð í vetrarþjónustu. Á fundinum var samþykkt samhljóða bókun sem hefur í framhaldinu verið komið á framfæri við Vegagerðina og þingmenn Norðvesturkjördæmis: „Sveitarstjórn Dalabyggðar fagnar því að ekki standi til að draga úr vetrarþjónustu en lýsir verulegum áhyggjum yfir að slíkt hafi komið til umræðu. Einnig vill sveitarstjórnin leggja …

Eitt líf – forvarnarfræðsla

DalabyggðFréttir

Minningarsjóður Einars Darra sem stendur fyrir forvarnarfræðslu verkefninu „Eitt líf“ í Auðarskóla, fimmtudaginn 27. febrúar klukkan 17.   Erindið er sérstaklega ætlað foreldrum og starfsfólki sem vinnur með börnum og ungmennum, allir fullorðnir eru velkomnir en það skal sérstaklega tekið fram að erindið er aðeins ætlað 18 ára og eldri.

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur félagsvist í Árbliki föstudaginn 21. febrúar kl. 20. Verð er 1.500 kr, en frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar í lok spilamennsku.

Hér má sjá Stjórnsýsluhús Dalabyggðar að Miðbraut 11

Opinn fundur: Atvinnurekendur og fyrirtæki í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Atvinnumálanefnd Dalabyggðar boðar til fundar þriðjudaginn 25. febrúar kl. 16 í stjórnsýsluhúsinu með atvinnurekendum og fyrirtækjum á svæðinu. Fundurinn er liður í átaksverkefni til að styðja við hugmyndir og þróun rekstrar núverandi fyrirtækja í sveitarfélaginu. Á fundinn koma fulltrúar frá KPMG sem unnu nýverið sviðsmyndagreiningu um þróun atvinnulífs á Vesturlandi fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Þeir munu kynna greininguna og …

Álagning fasteignagjalda

DalabyggðFréttir

Álagningu fasteignagjalda (fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, sorpgjald, fráveita og rotþróargjald) er lokið og hafa álagningarseðlar verið birtir á Island.is. Álagningarseðlar verða ekki sendir á pappír heldur aðeins birtir á Ísland.is. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í tölvupósti eða útprentaðan geta sent beiðni um slíkt á dalir@dalir.is eða hringt í skrifstofu Dalabyggðar á símatíma, kl. 9-13.

Opinn fundur: Ný ferðamannaleið

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 21.febrúar n.k. verður fundur í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar, í fundarsal á 2.hæð, kl.13 um verkefnið „Hringvegur 2“ sem snýst um nýja og metnaðarfulla ferðamannaleið sem opnar í haust. Verkefnastjórar frá Markaðsstofu Vesturlands verða með okkur svo þetta er einnig kjörið tækifæri til að ná tali af þeim.   Hvetjum ferðaþjóna, þjónustuaðila við ferðaþjónustu og fyrirtæki til að líta við. Kaffi …

Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Stefnt er að söfnun á rúlluplasti á lögbýlum í næstu viku. Nánari tímasetningar koma eftir helgi.

Óvissustig vegna kórónaveiru

DalabyggðFréttir

Á heimasíðu Embættis landlæknis hafa verið settar inn leiðbeiningar til almennings vegna Kórónaveirunnar. Við hvetjum almenning til að kynna sér leiðbeiningarnar. Faraldur kórónaveiru (2019-nCoV) breiðist hratt út en enn sem komið er hafa langflest tilfellin greinst í Kína. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir óvissustigi …