Byggðaráðstefnan 2020 verður haldin dagana 13.-14. október n.k. á Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Menntun án staðsetningar? Framtíð menntunar í byggðum landsins. Kallað er eftir erindum á ráðstefnuna og hægt að senda tillögur að fyrirlestri til Byggðastofnunar sjá nánar á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi eða með því að smella HÉR.
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal lokuð vegna sumarleyfis
Skrifstofa sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður lokuð frá 7. maí til 9. júní nk. vegnar sumarleyfis. Við bendum á að hægt er að nálgast upplýsingar og þjónustu á www.syslumenn.is, með því að senda póst á vesturland@syslumenn.is eða í gegnum síma: 458-2300.
Leiga beitar- og ræktunarlands og matjurtargarður
Nú eru lausar til umsóknar nokkrar spildur úr landi Fjósa. Um er að ræða sumarbeitiland B-3, B-5, B-6, B-7, B-8, B-9 og B-10 sem leigt er út til 5 ára, og ræktunarland R-1, R-2, R-3, R-4, R-5, R-6, og R-7 sem leigt er út til 3 ára. Nánari upplýsingar má finna hér að neðan og hjá skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknir skulu …
Bókasafnið opnað – opnunartími í maí 2020
Héraðsbókasafn Dalasýslu opnar að nýju á morgun, fimmtudaginn 7.maí. Upp frá þessu verður svo opið núna í maí á þriðjudögum og fimmtudögum. Opnunartími verður frá 13:30 til 17:30. Munum 2ja metra regluna, handþvott og spritt! Bókasafnið er á 1.hæð í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal.
Opnun endurvinnslustöðvar
Enduvinnslustöðin í Búðardal mun opna á ný á morgun 5.maí. Opnunartímar endurvinnslustöðvarinnar verða eins og áður á þriðjudögum frá kl.13-18, fimmtudögum 13-17 og á laugardögum frá kl.11-14. Á opnunartíma endurvinnslustöðvar verður áfram lokað inní krána baka til en ílát fyrir plastefni og bylgjupappa fyrir utan ef fólk er með mikið magn. Á endurvinnslustöðinni er hægt að að flokka í alla úrgangsflokka …
Fyrirkomulag heimsókna á Silfurtún
Heimsóknarbanni á Silfurtún verður aflétt 4.maí n.k. samkvæmt leiðbeiningum frá embætti landlæknis. Á sama tíma taka gildi reglur um heimsóknir aðstandenda til íbúa. Aðeins má einn gestur koma í einu til hvers íbúa. Athugið að takmarka gæti þurft fjölda heimsókna í hverri viku í ljósi þess að smit getur borist inn á heimili með gestum. Þá er einnig ekki gert ráð …
Hundahald í Búðardal
Hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Hundeigendum í Búðardal ber að skrá hunda sína og greiða 8.300 kr. í skráningargjald. Síðan eru greiddar 6.500 kr. í árgjald með gjalddaga 1. apríl og eindaga 1. maí. Í skráningargjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging, hundahreinsun og árgjald það ár. Í árgjaldi er innifalin …
Trjágróður við lóðamörk
Trjágróður sem vex út fyrir lóðamörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur. Húseigendur skulu gæta þess að gróður haldist innan lóðamarka og valdi ekki truflun á umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Sérstaklega þurfa þeir sem búa á hornlóðum að gæta þess að gróður byrgi ekki sýn þeirra sem um gatnamótin fara. Sveitarfélagið skorar á garðeigendur að klippa …
Vinnuskóli Dalabyggðar 2020
Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 10. júní til 31. júlí og er fyrir unglinga fædda árin 2003 – 2007. Verkstjóri verður eins og undanfarin ár Sigríður Jónsdóttir. Umsóknareyðublöð eru hérna á heimasíðu Dalabyggðar, einnig nýjar reglur um Vinnuskóla Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí n.k.
Refa- og minkaveiðar 2020
Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum veiðimönnum til að sinna refa- og minkaveiðum í Dalabyggð árið 2020. Veiðimenn skulu vera með gilt veiðikort, staðkunnátta og reynsla af refa- og minkaveiðum er æskileg. Núverandi veiðimenn sveitarfélagsins eru hvattir til að sækja aftur um og halda áfram sínu góða starfi. Refaveiðinni er skipt upp í 13 svæði eins og verið hefur undanfarin ár og …