Tómstundastyrkir fyrir börn og ungmenni

DalabyggðFréttir

Vakin er athygli á að til að fá greiddan frístundastyrk fyrir börn á aldrinum 3 til 18 ára þarf að skila inn greiðslukvittun til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15.maí fyrir vorönn og 15.desember fyrir haustönn.

Umsóknareyðublað má nálgast hér: Umsókn um tómstundastyrk

Skilyrði fyrir styrk er að styrkþegi eigi lögheimili í Dalabyggð og að hann sé nýttur til frístundaiðkunar í Dalabyggð. Hægt er að nýta styrkinn í skipulagt frístundastarf sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda. Þetta á t.d. við um allt íþróttastarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, dans í dansskólum, skátastarf og annað reglubundið frístundastarf.

Einnig má nýta hann fyrir
1) íþrótta- og tómstundanámskeið barna í leikskóla, 1. og 2. bekk. (íþróttaskóla)
2) nám í tónlistarskóla sem er samfellt í amk 8 vikur
3) árskort eða 3 mánaðakort í líkamsræktarstöðvar eða sund.

Framhaldsskólanemar sem stunda nám utan heimabyggðar fá undanþágu til að nýta styrkinn hvar sem er. Leikskólabörn geta nýtt styrkinn hvar sem er ef ekki er framboð af námskeiðum (íþróttaskóli) í heimabyggð.

Frístundastyrkurinn gildir ekki sem greiðsla fyrir aðbúnað, ferðalög eða annan tilfallandi kostnað vegna keppni eða þjálfunar.

Sjá reglur Dalabyggðar um styrkinn HÉR.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei