Opnir fundir Grólindar

DalabyggðFréttir

Landgræðslan boðar til kynninga- og samráðsfunda um verkefnið Grólind – mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum Íslands á Vesturlandi og Vestfjörðum frá 12. til 16. mars. Fundur verður í Dalabúð þriðjudaginn 12. mars kl. 20.   Á fundunum verður fjallað um aðferðarfræði verkefnisins m.a. ástandsmat, þróun sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu, kortlagningu beitilanda, könnun á beitaratferli sauðfjár og samstarf við landnotendur. …

Örsýning myndmenntanema 2019

DalabyggðFréttir

Í marsmánuði verður á safninu örsýning myndmenntanema á yngsta stigi og miðstigi Auðarskóla.   Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30-17:30.   Hægt að skila bókum á opnunartímum stjórnsýsluhússins í söfnunarkassa í anddyri stjórnsýsluhússins

Nútímadansverkið Jarðarbúi

DalabyggðFréttir

Nútímadansverkið Jarðarbúi verður sýnt í Dalabúð sunnudaginn 10. mars kl. 14-16. Aðgangur er ókeypis.   Jarðarbúi er heiti á dansverki eftir danshöfundinn Nate Yaffe í samvinnu við listakonuna Jasa Baka sem sér um myndræna útfærslu og búningahönnun.   Verkið Jarðarbúi er fjörugt nútíma dansverk þar sem samhengið við náttúruöflin og íslenska náttúru er skoðað út frá líkamstjáningu. Ýmsar furðuverur leika …

Hversdagssögur

DalabyggðFréttir

Byggðasafn Dalamanna í samvinnu við Sauðafellsbændur verður með sögustund á Sauðafelli (gamla bænum) sunnudaginn 10. mars 2019 kl. 14.   Þar verður sagt frá daglegu lífi og starfi Miðdælinga fyrr á tímum. Allir áhugasamir eru velkomnir á Sauðfell.

Íbúaþing 17.mars 2019

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur ákveðið að boða til íbúaþings þann 17. mars næstkomandi. Þingið verður haldið í Tjarnarlundi. Skipulag íbúaþingsins verður þannig að allir geta tekið þátt og sjónarmið allra komi fram. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Nánari upplýsingar um íbúaþingið (dagskrá og tímasetningar) verða birtar þegar nær dregur.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 14. febrúar 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi frístundarbyggðar, Ós á Skógarströnd, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á sama fundi var samþykkt að auglýsa samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   Aðalskipulagsbreytingin felst í því að svæði fyrir frístundabyggð, F1 Ós á Skógarströnd, er stækkað úr 20 ha …

Tölt og frjálsar æfingar

DalabyggðFréttir

Á næsta móti hestamannafélagsins Glaðs í Nesoddahöllinni verður keppt í frjálsum æfingum og tölti. Mótið verður laugardaginn 23. febrúar og hefst kl. 14.   Skráningarfrestur er til og með fimmtudeginum 21. febrúar. Allar nánari upplýsingar eru á www.gladur.is og á facebook.

Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2018-2020

DalabyggðFréttir

Áfangastaðaáætlun Vesturlands er komin út, en það er fyrsta heildstæða stefnumótunin í ferðamálum á Vesturlandi.  Margir aðilar komu að stefnumótuninni.  Haldnir voru opnir fundir á hverju svæði fyrir sig, ferðaskipuleggjendur lögðu til vinnunnar, ásamt fulltrúum sveitarfélaganna.  Áætlunin er gerð á landsvísu og eru áætlanir annarra landshluta óðum að líta dagsins ljós.  Þær verða notaðar til stefnumótunar og til að ákvarða …

Bættur rekstur – Betri afkoma

DalabyggðFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi halda fundi til að kynna verkefnið „Bættur rekstur – Betri afkoma til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi 2019“ sem unnið verður í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf.  Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands.   Á fundunum verður farið yfir verkefnið og tækifæri starfandi fyrirtækja til að bæta rekstur sinn og afkomu með nýsköpun …

Bókasafn – púslskipti

DalabyggðFréttir

Bókavörður ætlar að gera tilraun með púslskiptihillu. Þar getur fólk komið með púsl og fengið annað í þess stað. Til að byrja með verður árherslan lögð á púsl fyrir fullorðna en ef vel gengur og pláss finnst verður athugað með að færa út kvíarnar og bæta við púslum fyrir börn.   Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30 …