Stjórn Dalagistingar ehf. ákvað á fundi sínum í apríl að auglýsa eftir aðilum sem hefðu áhuga á að vera með starfsemi á Laugum næsta vetur. Er þeim sem áhuga hafa bent á að senda umsókn þar sem lýst er þeirri starfsemi sem myndi vera rekin í fasteignum Dalagistingar ehf. á netfangið sveitarstjori@dalir.is ekki síðar en 27. maí. Hægt …
Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er eftirfarandi: Vindorkugarður í Sólheimum Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum aðalskipulagsins. Lýsingarferli …
Heyrnarfræðingar HTÍ
Móttaka heyrnarfræðinga HTÍ verður miðvikudaginn 5. júní við heilsugæslustöðina í Búðardal. Heyrnarmælingar, ráðgjöf um heyrnartæki og aðstoð með stillingar. Bókanir eru í síma 581 3855 og á heimasíðu heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.
Háls-, nef og eyrnalæknir
Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal mánudaginn 27. maí 2019 næstkomandi. Tímapantanir eru í síma 432 1450
Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi munu standa fyrir íbúaþingi mánudaginn 6. maí 2019 undir yfirskriftinni Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu. Þingið fer fram í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl. 13 og mun standa til kl. 16. Markmiðið með þinginu er að fá íbúa á Vesturlandi til að koma saman, skiptast á skoðunum og hugmyndum um hvernig þeir vilja sjá Vesturland …
1.maí 2019 – Dalabúð
Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu heldur samkomu miðvikudaginn 1. maí í Dalabúð. Dagskrá Helga Hafsteinsdóttir formaður SDS kl. 14:30 Sigursteinn Sigurðsson arkitekt kl. 14:40 Tónlistardeild Auðarskóla kl. 15:00 Helga Möller söngkona kl. 15:20 Kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Dekkhlaðið borð af Hnallþórum og fleira góðgæti að hætti Katrínar Ólafs.
Söguskilti og stofnun Sturlufélags
Þann 12. maí næstkomandi verður efnt til sögulegra viðburða í Dalabyggð. Það er afhjúpun söguskilta og stofnun Sturlufélags. Fyrstu tíðindin verða við afleggjarann að Hjarðarholti rétt fyrir vestan Búðardal klukkan tvö eftir hádegi. Þar verður afhjúpað það fyrsta af fjórum söguskiltum á Gullna söguhringnum. Það er Mjólkursamsalan sem kostar gerð skiltanna sem unnin hafa verið í samvinnu við Hvíta …
Sumardagurinn fyrsti 2019 – Stígandi
Skátafélagið Stígandi verður með dagskrá á sumardaginn fyrsta. Dagskráin hefst með skátamessu í Hjarðarholtskirkju kl. 11. Opið hús verður í Dalabúð kl. 13. Skátaleikir og fjör bæði inni og úti. Vöffluhlaðborð í Dalabúð kl. 13:30-15:30 til fjáröflunar vegna skátaferðar til Tydal í Þýskalandi. Vöfflukaffið kostar 1.000 kr á mann, en þó aldrei meira en 4.000 kr. fyrir fjölskylduna.
Jörvagleði 2019
Jörvagleði 2019 verður haldin dagana 24. – 28. apríl. Síðasti vetrardagur, 24. apríl 20:00 Nanna systir – Leikfélag Hólmavíkur sýnir leikrit Einars Kárasonar og Kjartans Ragnarssonar í Dalabúð – miðaverð 3500 krónur Sumardagurinn fyrsti, 25. apríl 11:00 Skátamessa í Hjarðarholti 13:00 Skátafélagið Stígandi safnar í ferðasjóð með kaffisölu í Dalabúð 15:00 Opnun á örsýningu Brennuvarga í Auðarskóla – hópur leirlistakvenna …
Nanna systir í Búðardal
Leikfélag Hólmavíkur sýnir gamanleikritið Nanna systir í Dalabúð síðasta vetrardag til að hita upp fyrir Jörvagleði í Búðardal. Sögusvið Nönnu systur er samkomuhús úti á landi árið 1996. Þar stendur til að setja upp söngleik um Fjalla-Eyvind. Óvæntar heimsóknir og uppákomur setja þó strik í reikninginn, það gengur á ýmsu og útkoman er vægast sagt skrautleg. Athugið að sýningin …