Frestun eindaga fasteignagjalda vegna COVID-19

DalabyggðFréttir

Á 190. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var í gær var afgreitt undir 5.dagskrárlið að heimilt yrði að sækja um frestun á eindögum fasteignagjalda vegna þess ástands sem COVID-19 hefur skapað í samfélaginu.
Erindið kom til sveitarstjórnar frá byggðarráði sem ályktaði á 242.fundi sínum að leggja það til við sveitarstjórn að hægt yrði að seinka eindögum.

Á fundi sveitarstjórnar lagði sveitarstjóri fram svo hljóðandi tillögu:

Heimilt verður að sækja um að eindögum fasteignagjalda í apríl, maí og júní verði frestað um allt að sjö mánuði. Óska þarf eftir því með tölvupósti til ingibjorgjo@dalir.is á sérstöku eyðublaði.
Sveitarstjórn beinir því til þeirra sem leigja út eigið húsnæði og geta nýtt sér frestunina að þeir bjóði leigjendum að njóta þessa gjaldfrests.

Var tillagan samþykkt samhljóða.

Eyðublað fyrir breytingu á eindögum fasteignagjalda vegna COVID – 19 er hægt að nálgast undir „Húsnæðismál“ sem er undir „Eyðublöð“ hérna á heimasíðunni eða með því að smella hér: Frestun eindaga fasteignagjalds vegna COVID-19 (word-skjal).

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei