Kallað eftir fyrirspurnum vegna ársreiknings

DalabyggðFréttir

Á 190.fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sem haldinn var 2.apríl s.l. var fyrri umræða um ársreikning Dalabyggðar 2019 tekin undir 1. dagskrárlið.

Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi kynnti ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2019 og fór yfir endurskoðunarskýrslu.

Ársreikninginn má nálgast hér að neðan og eru íbúar hvattir til að senda inn fyrirspurnir varðandi hann sem teknar verða fyrir við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar.

Fyrirspurnum má skila á netfangið dalir@dalir.is

Dalabyggð – Ársreikningur 2019

Dalabyggð – Sundurliðun ársreiknings 2019

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei