Heimsóknareglur á Silfurtúni hafa verið uppfærðar og eru í gildi þar til annað er tilkynnt, sjá einnig: Silfurtún
Við þurfum fólk til að geta starfrækt Vinnuskólann í sumar
Sveitarfélagið hefur rekið Vinnuskóla Dalabyggðar undanfarin ár með góðri þátttöku og árangri. Í ár hefur gengið illa að finna starfsfólk í Vinnuskólann sem er miður því umsóknir frá ungmennum eru margar. Því köllum við eftir aðstoð til að finna starfsfólk í Vinnuskólann svo hægt sé að halda uppi starfsemi hans í sumar. Stefnt er að því að Vinnuskólinn verði starfræktur …
Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir umsóknum – umsóknarfrestur til 24. ágúst
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands vegna styrkja til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Ekki er verið að veita styrki fyrir menningarverkefni í þessari úthlutun. Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2021. Umsóknarferlið fer fram í gegnum rafræna umsóknargátt á vef SSV (www.ssv.is). Aðstoð við umsóknir veita: Ólafur Sveinsson – olisv@ssv.is eða 892-3208 Ólöf Guðmundsdóttir – olof@ssv.is eða 898-0247 …
Götusópun í Búðardal
Á þriðjudaginn næsta, 25. maí hefst götusópun í þorpinu, eru íbúar beðnir um að huga að því að geyma ekki ökutæki eða stærri aðskotahluti úti á götum svo hægt sé að ná sem bestum þrifum.
Matjurtargarður í Búðardal
Nú er búið að tæta matjuragarðinn í Búðardal fyrir áhugasama. Gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær, einstaklingar sjá sjálfir um að taka frá reit í matjurtagarði. Gott er að afmarka reitina með sjáanlegum hætti.
Sjálfboðaliðaverkefni 2021 – umsóknarfrestur til 20. maí
Við minnum á að umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er í dag, 20. maí – sjá frétt frá 28. apríl sl. : Sjálfboðaliðaverkefni 2021 Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 205. fundur
FUNDARBOÐ 205. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 20. maí 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2103020 – Síðari umræða um ársreikning Dalabyggðar 2020 2. 2104023 – Fjárhagsáætlun 2021 – Viðauki II 3. 2008010 – Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit 4. 2010009 – Kannanir – framhaldsskóladeild og námsaðstaða 5. 2009024 – Íþrótta- …
Sumarstörf í Dalabyggð fyrir námsmenn 2021
Dalabyggð auglýsir sumarstörf fyrir námsmenn sumarið 2021. Dalabyggð auglýsir eftir námsmönnum í grunn- eða meistaranámi á háskólastigi til sumarvinnu. Um er að ræða ný og tímabundin verkefni sem byggja á samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga um störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Námsmenn þurfa að vera að koma úr námi eða skráðir í nám í haust. Laun eru skv. kjarasamningi …
Matvælasjóður auglýsir úthlutun í annað sinn
14. maí sl. var opnað fyrir umsóknir í Matvælasjóð. Þetta er í annað sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun. Matvælasjóður mun fá 250 milljón króna viðbótarframlag á þessu ári og er heildarúthlutunarfé sjóðsins alls 630 milljónir króna. Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Áhersla sjóðsins …
Hættustig vegna hættu á gróðureldum
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Svæðið sem um er að ræða nær frá Breiðafirði að Eyjafjöllum og snýr því einnig að svæði Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda sem snýr að Breiðafirði ásamt eyjunum. Þessi ákvörðun er byggð á undanfarið hefur …