Sorptunnudreifing í dreifbýli

DalabyggðFréttir

Stefnt er á að hefja dreifingu tveggja 240 lítra tunna fyrir almennt sorp í dreifbýli á mánudag og þriðjudag (21. og 22. desember). Dreift verður þar sem skráð eru lögheimili. Ekki er vitað nákvæmlega hversu langan tíma dreifingin tekur, meðal annars vegna veðurs. Þó er stefnt að því að klára dreifingu á þessum tveimur dögum. Takist það ekki verður haldið …

Síðasti dagur fyrir skil vegna tómstundastyrks á haustönn 15.des

DalabyggðFréttir

Við minnum á að síðast dagur til að skila inn gögnum og umsókn vegna tómstundastyrks á haustönn og fyrri úthlutun sérstaks tómstundastyrks vegna COVID-19 er 15. desember 2020. Hvetjum íbúa Dalabyggðar til að nýta sér styrkina. Umsókn um tómstundastyrk Eyðublað fyrir sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk. Reglur Dalabyggðar um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020 – …

Leigufélagið Bríet og Dalabyggð óska eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða

DalabyggðFréttir

Leigufélagið Bríet stefnir á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum í Búðardal og auglýsir því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Leigufélagið Bríeti. Gögn fyrir samstarfsaðila er hægt að nálgast með að senda tölvupóst á soffia@briet.is og skal gögnum skilað fyrir mánudaginn 21. desember 2020. Við val á byggingaraðilum til samstarfs …

Breytingar á sorphirðu

DalabyggðFréttir

Um áramótin tekur Íslenska gámafélagið við sorphirðu í Dalabyggð. Á næstu vikum verða upplýsingar varðandi nýtt fyrirkomulag sorphirðu og þriggja tunnu kerfi settar hérna inn á heimasíðu Dalabyggðar. Frá og með apríl 2021 verður allt sorp frá heimilum í Dalabyggð flokkað í þrjár tunnur. Flokkað sorp fer til endurvinnslu, lífrænt sorp fer í moltugerð og almennt sorp fer til urðunar. …

Íbúðarhús til leigu

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð auglýsir til leigu íbúðarhús að Stekkjarhvammi 5 í Búðardal. Húsið er um 132 fm og er laust til afhendingar með stuttum fyrirvara. Forgangur að leigunni verður eftir stærð fjölskyldna. Ef fleiri en einn umsækjandi uppfylla forgangsskilyrði verður dregið á milli mögulegra leigjenda. Umsóknir skulu berast á netfangið dalir@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar á Miðbraut 11 í Búðardal. Umsóknarfrestur …

Laust starf: MS Búðardal – ræstingar

DalabyggðFréttir

MS Búðardal óskar eftir starfsmanni til ræstingar á starfsmannarými, kaffistofu, skrifstofu o.fl. Vinnutími 6 – 8 tímar (dagvinna) á viku. Allar nánari upplýsingar veita, Lúðvík Hermannsson, ludvikh@ms.is  og Garðar Freyr Vilhjálmsson, gardarv@ms.is   Sjá einnig: Laus störf

Aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 – könnun

DalabyggðFréttir

Atvinnumálanefnd Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 24. nóvember 2020 að hafa samband við þá sem stunda rekstur eða hafa starfsemi í Dalabyggð, þ.e. fyrirtæki, atvinnurekendur og ferðaþjóna, til að kalla eftir upplýsingum um nýtingu og möguleika þeirra á aðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19. Nefndin vill vera upplýst um stöðuna og þá kanna hvort nefndin geti hlutast til um …

Laust starf hjá heimaþjónustu Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Laust starf hjá heimaþjónustu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2020. Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma 839 1400 þri og fim 10 – 12 eða á netfanginu heima.tjonusta@dalir.is

Þorrablóti Suðurdala 2021 aflýst

DalabyggðFréttir

Þorrablóti Suðurdala sem halda átti 6. febrúar 2021 í Árbliki hefur verið aflýst vegna COVID-19. Við gefumst ekki upp þó móti blási og erum því farin að plana þorrabótið 2022. Erum búin að ráða hljómsveit og erum stöðugt að safna hugmyndum. Farið vel með ykkur, – hlökkum til 5. febrúar 2022 Þorrablótsnefnd Suðurdala, Berglind, Bubbi, Hanna Sigga, Sigurdís, Svavar, Tobbi

Íbúð til leigu / Apartment for rent – Bakkahvammur 8a

DalabyggðFréttir

Opið er fyrir umsóknir um íbúð að Bakkahvammi 8a , 370 Búðardal. Það er húsnæðissjálfseignarstofnunin Bakkahvammur hses. sem leigir út íbúðina. Íbúðin sem um ræðir er um 90fm. Til að sækja um íbúðina þarf að fylla út umsóknareyðublað sem má finna bæði á formi pdf og word hér: Bakkahvammur hses. Athugið að öll samskipti varðandi íbúðina verða á rafrænu formi …