Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032 – Kynning tillögu á vinnslustigi

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 11. nóvember sl. að kynna vinnslutillögu að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032. Tillagan er sett fram í greinargerð, umhverfismatsskýrslu og uppdrætti (sjá hér fyrir neðan).

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin og senda umsagnir, ef einhverjar eru,  til skipulagsfulltrúa á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 18. janúar 2022. Ábendingar má einnig senda á heimilisfangið:  Skrifstofa Dalabyggðar, Stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11, 370 Búðardalur.

Kynningin er á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Unnið verður úr umsögnum sem berast áður en gengið verður frá tillögu og umhverfismatsskýrslu til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Þá gefst lögbundinn 6 vikna athugasemdafrestur áður en gengið verður frá nýju aðalskipulagi til lokaafgreiðslu sveitarstjórnar.

Gögn:

Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032 – Umhverfismatsskýrsla – vinnslutillaga til kynningar

Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032 – Uppdráttur – vinnslutillaga til kynningar

Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032 – Greinargerð – vinnslutillaga til kynningar

Þórður Már Sigfússon,
Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei