Aukalosun á grænum tunnum 27. desember

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 27. desember nk. er stefnt að aukalosun á grænum tunnum (endurvinnsla) í Dalabyggð.

Við biðjum íbúa um að hafa þetta í huga og koma allri endurvinnslu út í tunnur fyrir losunardag.

Þessi aukalosun er bæði vegna þess auka magns sem fellur til af endurvinnanlegum umbúðum kringum hátíðirnar en einnig til að afstilla sorphirðu fyrir nýja tíðni eftir áramót þar sem losun á grænum tunnum í þéttbýli verður á þriggja vikna fresti í stað fjögurra.

Í grænu tunnuna fara endurvinnanlegar umbúðir úr plasti, pappír, pappi og smáir málmhlutir. Til að hægt sé að endurvinna umbúðir þurfa þær að vera hreinar. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matarleifar úr umbúðunum, annars eiga þær heima með almennu sorpi. Smærri hluti má gjarnan setja í glæran poka, sérstaklega á þeim tíma sem hætt er við að fjúki úr við losun.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei