Tilkynning frá heilsugæslustöðinni Búðardal

DalabyggðFréttir

Covid-19 bólusetning verður næst í boði í Búðardal fimmtudaginn 6. janúar 2022. Bólusett verður með Pfizer bóluefni í sjúkrabílaskýlinu við heilsugæsluna (Gunnarsbraut 2, 370 Búðardal).

Þau sem hafa hug á að fá bólusetningu þennan dag þurfa að hafa samband í síma 432 1450 fyrir áramót til að skrá sig á bólusetningarlistann – opnunartími virka daga er kl. 9-15 / á gamlársdag er opið kl. 9-12. Þau sem nú þegar hafa skráð sig í bólusetningu verða boðuð.

Öll sem fengu seinni skammt grunnbólusetningar fyrir a.m.k. 5 mánuðum geta komið í örvunarbólusetningu. Þau sem óska eftir bólusetningu eftir 6. janúar eru einnig hvött til að hafa samband og láta vita af sér sem fyrst.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei