Álagningar- og greiðsluseðlar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hættir að senda út álagningar- og greiðsluseðla á pappírsformi frá 1. janúar 2020.  Hægt verður að fá þá senda í tölvupósti.

Drög að reglum um afnot af bæjarlandi Búðardals vegna skilta

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 12. desember að leggja fram til kynningar drög að reglum um afnot af bæjarlandi Búðardals vegna skilta. Með því gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að koma með ábendingar eða gera athugasemdir við drögin.   Athugasemdum eða ábendingum skal skilað skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa, í síðasta lagi 28. janúar 2020, Miðbraut 11, …

Áramótabrennur og flugeldasýning

DalabyggðFréttir

Árleg brenna og flugeldasýning í Búðardal verður á sjávarkambinum neðan við Búðarbraut og skotsvæði á gömlu bryggjunni. Kveikt verður í brennunni kl. 21 og sýningunni skotið upp nokkru síðar.     Varðeldur verður í landi Bjarnastaða í Staðarhólsdal, Saurbæ. Kveikt verður í um miðnætti.   Þurfi að koma til breytinga á brennustæðum og tímasetningum verður það auglýst á vef Dalabyggðar, www.dalir.is.

Félagsvist í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Að venju verður stokkað upp í jóla-félagsvist í Tjarnarlundi laugardaginn 28. desember kl 20. Verð er 1.000 kr og veitingar innifaldar.

Hérna er horft fram að Laugum

Síðustu opnunardagar Byggðasafnsins

DalabyggðFréttir

Síðustu opnunardagar Byggðasafns Dalamanna í kjallaranum á Laugum verða föstudaginn 27. desember og sunnudaginn 29. desember kl. 13-17. Frítt verður inn á safnið, húslestur og heitt á könnunni. Þurfi að koma til breytinga á opnunartímum vegna veðurs verður það auglýst á heimasíðu Dalabyggðar. Á nýju ári verður síðan hafist handa við að pakka safnkostinum niður. Skipulögð söfnun muna í Dölum fyrir væntanlegt Byggðasafn Dalamanna …

Helgihald um jólahátíðina

DalabyggðFréttir

Um hátíðirnar verða guðsþjónustur í Breiðabólsstaðarkirkju, Kvennabrekkukirkju, Hjarðarholtskirkju, Hvammskirkju og Staðarhólskirkju.   Annar dagur jóla, fimmtudagurinn 26. desember Guðsþjónusta í Breiðabólsstaðarkirkju kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta í Staðarhólskirkju kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta í Hvammskirkju kl. 20.   Þriðji dagur jóla, föstudagurinn 27. desember Kertamessa í Kvennabrekkukirkju kl. 20.   Fimmti dagur jóla, sunnudagurinn 29. desember Hátíðarguðsþjónusta í Reykhólakirkju kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju kl. …

Rafmagnstruflanir

DalabyggðFréttir

Raforkunotendur í Dalabyggð mega búast má við rafmagnstruflunum í nótt frá miðnætti til kl. 6 í fyrramálið vegna vinnu í tengivirki Landsnets í Hrútatungu.   Svæðisvakt RARIK á Vesturlandi er í síma 528 9390.   Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á heimasíðu Rarik.

Rafmagnslaust

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust er í Saurbæ, Skarðsströnd, Fellsströnd og hluta Hvammssveitar vegna bilunar á byggðalínu. Unnið er að viðgerð.   Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt Rarik á Vesturlandi í síma 528 9390 og á heimasíðu Rarik.