Atvinnuráðgjafi SSV til viðtals 4. febrúar – úrræði fyrirtækja vegna COVID-19

DalabyggðFréttir

 

Fimmtudaginn 4. febrúar n.k. verður Ólafur Sveinsson, atvinnuráðgjafi SSV til viðtals í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar frá kl. 13:00 til 15:00.

Við viljum hvetja atvinnurekendur í Dalabyggð sérstaklega til að nýta sér viðveru atvinnuráðgjafa þennan dag til að fara yfir úrræði stjórnvalda til handa fyrirtækjum vegna COVID-19 og fá ráðgjöf þar um.

Atvinnuráðgjafar SSV hafa verið að setja sig inn í þau úrræði sem eru í boði. Það er bæði um að gera og meira en sjálfsagt að atvinnurekendur kanni hvort þeir eigi rétt á einhverju úrræði.

Ólafur er alla jafna í Búðardal 1. þriðjudag hvers mánaðar og það er um að gera að nýta sér komu hans hingað.

Atvinnuráðgjafar SSV eru svo alltaf til viðtals í síma á virkum dögum og hægt að hafa samband við þá með tölvupósti.

Ólafur Sveinsson, fagstjóri atvinnuþróunar. Sími: 892-3208 eða netfang: olisv@ssv.is
Ólöf Guðmundsdóttir, atvinnuráðgjafi. Sími: 898-0247 eða netfang: olof@ssv.is
Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi. Sími: 895-6707 eða netfang: helga@ssv.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei