Dalabyggð hefur hlotið jafnlaunavottun

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sl. fimmtudag var tilkynnt um að sveitarfélagið Dalabyggð hefði hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum. Hefur vottunarfyrirtækið iCert ehf. gefið út vottun um að jafnlaunakerfi Dalabyggðar uppfylli kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum.

Með því bætist Dalabyggð við í hóp þeirra 282 fyrirtækja og stofnana sem hlotið hafa jafnlaunavottun. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Vottunin staðfestir að sveitarfélagið hefur komið sér upp jafnlaunakerfi sem tryggir að jafnréttis sé gætt við allar launaákvarðanir og að allir starfsmenn njóti þannig jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Vottunin er hluti af jafnréttisáætlun Dalabyggðar og því einstaklega gleðilegt að Dalabyggð hafi hlotið þessa staðfestingu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei