Tónleikar: Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino

DalabyggðFréttir

Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino halda tónleika á Hótel Eddu Laugum laugardaginn 17. ágúst kl. 20:30. Á dagskrá verður meðal annars brasilísk tónlist, djass og rokk. Miðaverð er 2.000 kr. Athugið að ekki er posi í miðasölunni.

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum 2019

DalabyggðFréttir

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum verður haldið sunnudaginn 19. ágúst og hefst kl. 14 í Sævangi við Steingrímsfjörð.   Hrútadómarnir fara þannig fram að ráðunautur fer fyrir dómnefnd  sem metur fjóra hrúta með nútíma tækjum og tólum og raðar þeim í gæðaröð. Síðan reyna keppendur sig við matið á hrútunum með hendur og hyggjuvit að vopni og reyna að komast að sömu …

Ólafsdalshátíð 2019

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður laugardaginn 17. ágúst. Aðgangur er ókeypis, en seldir happdrættisvinningar og lífrænt grænmeti til styrktar starfsemi Ólafsdalsfélagsins.   Dagskrá Kl. 11. Gönguferðir. Hægt er að velja á milli göngu að víkingaraldarskála undir leiðsögn Birnu Lárusdóttur eða göngu upp í Skálina undir leiðsögn Þorsteins Garðarssonar og Helgu I. Guðmundsdótur. Mæting í göngurnar er kl. 10:45.   Kl. 12. Sala …

Sögurölt – Hundadal

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 14. ágúst verður sögurölt í Hundadal í Miðdölum. Mæting er á hlaðinu á Neðri-Hundadal kl. 19:30. Sigursteinn bóndi þar mun leiða röltið og segja sögur tengdar Hundadal og Suðurdölum frá landnámi til okkar dags.   Söguröltin eru samstarfsverkefni Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum. Sögurölt í Hundadal er það áttunda af tíu í sumar og það síðasta sem ráðgert …

Hitaveita – bilun

DalabyggðFréttir

Vegna bilunar í aðalæð verður heitavatnslaust í Búðardal, á Saurum og í Ási í kvöld, þriðjudaginn 6. ágúst, frá kl. 20-24.   Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK á Vesturlandi í síma 528 9390.

Kynningarfundum um heilbrigðisstefnu til ársins 2030

DalabyggðFréttir

Kynningarfundum um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í heilbrigðisumdæmi Vesturlands verður haldinn fimmtudaginn 15. ágúst kl. 17-19 í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.   Stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 3. júní síðastliðinn. Þetta eru mikilvæg tímamót fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu.   Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun kynna heilbrigðisstefnuna. Á fundinum verður fjallað um hvað felst í stefnunni, …

Dagverðarneskirkja

DalabyggðFréttir

Árleg messa í Dagverðarneskirkju verður sunnudaginn 11. ágúst kl. 14.   Kaffi verður á Staðarfelli að messu lokinni.

Sögurölt – Broddanes

DalabyggðFréttir

Hin sívinsælu og vikulegu Sögurölt halda áfram, en það eru söfnin Sauðfjársetur á Ströndum og Byggðasafn Dalamanna sem hafa samvinnu um þau í sumar. Miðvikudaginn 31. júlí kl. 19:30, er stefnan tekin á Sögurölt á Broddanesi við sunnanverðan Kollafjörð á Ströndum.   Gangan verður auðveld og við allra hæfi og margvíslegur fróðleikur í boði.   Mæting er við afleggjarann heim …

Sögurölt – Skerðingsstaðir

DalabyggðFréttir

Sjötta sögurölt Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum verður þriðjudaginn 23. júlí á Skerðingsstöðum í Hvammssveit. Lagt af stað frá hlaðinu á Skerðingsstöðum kl. 19:30.   Þar munu Bjargey og Jón Egill Skerðingsstaðabændur sýna og segja frá broti af því besta sem staðurinn hefur uppá að bjóða. Yfirsýn yfir óðal Auðar djúpúðgu, aftökur, bænir, ferðasaga húss og margt fleira.

Tónleikar: GÓSS

DalabyggðFréttir

Hljómsveitin GÓSS heldur tónleika að Laugum í Sælingsdal (Hótel Edda), miðvikudagskvöldið 24. júlí kl. 20:30. Hljómsveitina skipa Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar. Nýverið sendi sveitin frá sína fyrstu plötu, Góssentíð.   Tónleikadagskráin verður samansett úr ýmsum lögum frá ferli meðlima sveitarinnar en einnig mikið af þeirra uppáhaldslögum, með hljómsveitum og tónlistarfólki á borð við Leonard Cohen, Stjórninni og …