Félagsstarf eldri borgara

DalabyggðFréttir

Dagskrá Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi fram til vors er nú tilbúin. Á dagskrá eru gönguferðir, spjall, líkamsrækt auk dagskrár á fimmtudögum. Janúar – apríl 2016 Mánudagar Gönguhópur og spjall á Silfurtúni Kóræfingar kl. 17:00 Þriðjudagar Kaffisopi og spjall á Silfurtúni kl. 10:30-11:30 Sund á Laugum kl. 15:30-17:00 Miðvikudagar Aðgangur í tækjasal Umf. Ólafs páa 11:00-13:00 Fimmtudagar Félagsvist …

Húsaleigubætur 2016

DalabyggðFréttir

Leigjendur geta átt rétt á húsaleigubótum skv. lögum nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Umsóknir um húsaleigubætur þurfa að berast skrifstofu Dalabyggðar fyrir 18. janúar 2016. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar. Upplýsingar um húsaleigubætur og umsóknarblöð eru á heimasíðu Dalabyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins. Með umsókn skulu fylgja frumrit þinglýsts húsaleigusamnings, íbúavottorð frá þjóðskrá, staðfest afrit skattframtals …

Bingó í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur bingó í Árbliki sunnudaginn 17. janúar kl. 14. Bingóspjaldið kostar 800 kr. Allur ágóði rennur til góðra málefna í Dölum.

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla stendur fyrir félagsvist í Árbliki föstudaginn 8. janúar kl. 20. Aðgangseyrir er 1.000 kr fyrir fullorðna, en frítt fyrir 14 ára og yngri. Innifalt í aðgangseyri eru kaffiveitingar að lokinni spilamennsku.

Leifsbúð – þjónustusamningur

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur endurnýjað þjónustusamning við Valdísi Gunnarsdóttur um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Leifsbúð en hún hefur séð um reksturinn frá 1. mars 2014. Með nýjum samningi eru settar nýjar áherslur. Dregið er úr vægi upplýsingamiðlunar til ferðamanna yfir vetrartímann en aukin áhersla lögð á kynningarmál og samvinnu ferðaþjónustuaðila. Þjónusta við félag eldri borgara verður óbreytt frá fyrra ári. Á tímabilinu 1. …

Lýsing á deiliskipulagstillögu á Laugum

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fund sínum þann 15. desember að auglýsa lýsingu á nýrri deiliskipulagstillögu skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Laugar í Sælingsdal er fornfrægur sögustaður sem hefur upp á að bjóða fjölbreytt náttúrufar og landslag til náttúruskoðunar og útivistar. Jarðhiti er nýttur á svæðinu til húshitunar og til heilsuræktar. Laugar eru um 50 ha að stærð …

Áramótabrennur

DalabyggðFréttir

Árleg brenna í Búðardal verður á gamla fótboltavellinum. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Brennan í Saurbænum verður að þessu sinni í landi Bjarnastaða í Staðarhólsdal. Kveikt verður í brennunni um miðnætti.

Byggðasafn Dalamanna – sögustundir

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 27. desember verður næsta sögustund á safninu. Þá verða álfar og annað tengt áramótum á dagskrá. Allir eru velkomnir, aðgangseyrir er 500 kr og kaffi á könnunnni fyrir þá sem það vilja.

Gleðileg jól

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Félagsvist í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Ungmennafélagið Stjarnan stendur fyrir félagsvist í Tjarnarlundi laugardaginn 26. desember, annan í jólum, og hefst hún kl. 20. Aðgangseyrir 700 kr. Sjoppa verður á staðnum, en enginn posi.