Haustfagnaður FSD -úrslit

DalabyggðFréttir

Að vanda var keppt í ýmsu á haustfagnaði FSD nú um helgina. Hafliði Sævarsson varð Íslandsmeistari í rúningi. Monika og Halldór í Rauðbarðaholti áttu besta hrútinn. Helstu úrslit eru hér að neðan. Rúningur 1. Hafliði Sævarsson, Fossárdal. 2. Julio Cesar Gutierrez, Hávarsstöðum. 3. Þórarinn Bjarki Benediktsson, Breiðavaði. Bestu 5 vetra ærnar 1-2. Aska 09-745 frá Klifmýri með 115,3 í einkunn. …

Umferðaröryggi í Búðardal

DalabyggðFréttir

Á íbúafundi sem haldinn var í Dalabúð 23. september sl. kynntu starfsmenn Vegagerðarinnar tillögur sínar um aðgerðir til að auka umferðaröryggi á og við Vestfjarðaveg um Búðardal (Vesturbraut). Vegagerðin hefur nú uppfært tillögurnar í samræmi við umræður á fundinum og verða þær birtar til umsagnar á vef Dalabyggðar, www.dalir.is. Áhugasömum er hér með gefið tækifæri til að gera athugasemdir við …

Skólastefna Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Drög að skólastefnu Dalabyggðar eru auglýst til umsagnar. Þau eru unnin af fræðslunefnd ásamt áheyrnarfulltrúum foreldra og starfsmanna, auk skólastjóra síðastliðinn vetur. Tímafrestur til að skila athugasemdum er til 30. október 2014 og skal komið til skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal eða á netfangið dalir @dalir.is. Drög að skólastefnu Dalabyggðar Sveitarfélagið Dalabyggð hefur valið hugtakið ræktun sem einkunnarorð og …

Byggðasafn – Sýslu-Helga

DalabyggðFréttir

Fjórða sögustund vetrarins verður á Byggðasafni Dalamanna sunnudaginn 26. október kl. 14. Viðfangsefnið að þessu sinni er förukonan Helga Agnesardóttir. Sagt verður frá lífshlaupi hennar, barneignum, samskiptum hennar við yfirvaldið og sitthvað fleira kemur við sögu. Aðgangseyrir 500 kr. og safnið er einnig opið fyrir og eftir sögustund. Þeir sem hafa áhuga á að fara í sund samhliða sögustund hafi …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 118. fundur

DalabyggðFréttir

118. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 21. október 2014 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Fjölnota innkaupapokar – bréf Péturs Sigurgunnarssonar 2. Þjóðlendumál svæði 8 – beiðni um gögn 3. Fjárhagsáætlun 2014 – Viðauki 2 4. Fjárhagsáætlun 2015-2018 Almenn mál – umsagnir og vísanir 5. Frumvarp til umsagnar mál 157 6. Frumvarp til umsagnar …

Ljósmyndasamkeppni FSD

DalabyggðFréttir

Önnur ljósmyndasamkeppni FSD verður í tengslum við haustfagnað. Þemað í ár er sauðfjárbóndinn í blíðu og stríðu og skal myndin vera tekin í Dölunum. Myndirnar skal setja inn á facebook síðu félagsins fyrir 22. október. Verðlaunaafhending verður í grillveislunni í Dalabúð á laugardagskvöldið.

Tómstundabæklingur haust 2014

DalabyggðFréttir

Tómstundabæklingur UDN og Dalabyggðar fyrir haustið 2014 er kominn út. Hann er m.a. að finna hér á heimasíðu Dalabyggðar.

Auðarskóli – aðstoðarmatráður

DalabyggðFréttir

Í Auðarskóla vantar í afleysingar, aðstoðarmatráð í 50% starf. Aðstoðarmatráður vinnur í mötuneyti skólans í Dalabúð frá kl. 9:00 – 14:00, mánudag – fimmtudags. Starfið felst í aðstoð í eldhúsi, gæslu og þrifum í matsal. Launakjör fara eftir kjarasamningum SDS við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Upplýsingar um stöðuna veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 434 …

Sviðaveisla FSD

DalabyggðFréttir

Sviðaveisla, hagyrðingar, skemmtun og dansleikur verður í íþróttahúsinu á Laugum í Sælingsdal föstudagskvöldið 24. október kl. 19:30. Í boði verða köld svið, söltuð svið, reykt svið, sviðalappir og fleira. Hagyrðingar verða – Kristján Ragnarsson – Ragnar Ingi Aðalsteinsson – Helga Guðný Kristjánsdóttir – Ólína Þorvarðardóttir – Helgi Zimsen Stjórnandi verður Viðar Guðmundsson. Einnig syngur Gissur Páll Gissurarson. Um dansleikinn að …

Íslandsmeistaramótið í rúningi

DalabyggðFréttir

Sjöunda Íslandsmeistaramótið í rúningi verður haldið á haustfagnaði FSD laugardaginn 25. október í reiðhöllinni í Búðardal. Keppendur Skráningar í keppnina eru hjá Gumma á Völlum í síma 434 1521 eða á netfangið kjarlak@simnet.is. Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 21. október. Reglur Tvær umferðir eru og betri umferðin látin gilda. Fyrri stig eru ekki flutt yfir í úrslitin. Tímataka hefst þegar rúningsmenn …