Ólafsdalur

DalabyggðFréttir

Í Ólafsdal er tekið á móti gestum alla daga fram til 10. ágúst kl. 12 – 17. Ólafsdalshátíð verður sunnudaginn 10. ágúst. Ólafsdalur og sýningar 2014 Auk þess að skoða skólahúsið sjálft, jarðræktarminjar og fallega náttúruna er þar hægt að skoða sýningar í skólahúsinu. Sýning um Bændaskólann í Ólafsdal 1880-1907 og önnur um nám og störf kvenna í Ólafsdal. Myndlistasýningin …

Auðarskóli – laust starf

DalabyggðFréttir

Við Auðarskóla vantar kennara í um 75-80 % starf fyrir næsta skólaár. Um er að ræða kennslu á yngsta stigi. Til greina kemur að ráða leiðbeinanda til starfa. Áhugasamir hafi samband við Eyjólf Sturlaugsson skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið eyjolfur @audarskoli.is

Sögustund með Einari

DalabyggðFréttir

Í tilefni af Sturluhátíð býður Hótel Edda á Laugum í Sælingsdal upp á sögustund með Einari Kárasyni þar sem hann mun tengja söguna við svæðið á sinn einstaka hátt. Sögustundin hefst klukkan 21 og er aðgangur ókeypis. Hótel Edda Laugum

Sturluhátíð

DalabyggðFréttir

Í tilefni þess að í ár eru liðin 800 ár frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og skálds er íbúum Dalabyggðar og gestum þeirra hér með boðið til Sturluhátíðar. Hátíðin fer fram í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ sunnudaginn 27. júlí og hefst kl. 13:30. Í lok hátíðarinnar, um kl. 15:30, verður haldið að Staðarhóli þar sem Sturla bjó um árabil og …

Dalamenn á frímerkjum

DalabyggðFréttir

Í 800 ára minningu Dalamannsins Sturlu Þórðarsonar sagnaritara á Staðarhóli verður gefið út sérstakt frímerki þann 11. september. Myndefni frímerkisins er Hákonar saga, stílfærður víkingahjálmur og fjarðurpennaoddur. Hönnuður merkisins er Örn Smári Gíslason. Og í 350 ára minningu Dalamannsins Árna Magnússonar handritasafnara verður sameiginleg útgáfa Íslands og Danmerkur á frímerki 28. ágúst. Myndefnin eru fengin úr handritum á Stofnun Árna …

Grísalappalísa og Dj Flugvél og Geimskip á Laugum

DalabyggðFréttir

Grísalappalísa og Dj Flugvél og Geimskip blása til veislu á Laugum í Sælingsdal sunnudaginn 20. júlí, kl. 21. Grísalappalísa er með glænýja plötu í farteskinu sem ber nafnið Rökrétt framhald og hefur nú þegar fengið glimrandi góðar viðtökur frá helstu tónlistarspekúlöntum landsins og sveitin hlaut verðlaun sem besta tónleikasveit ársins 2013. Með sveitinni í för er Steinunn Eldflaug Harðardóttir, betur …

Tómas R. og Ómar á Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Tómas R. Einarsson og Ómar Guðjónsson munu troða upp á Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal, fimmtudaginn 17. júlí. Sveifludjass mun verða þar í aðalhlutverki. Réttur dagsins að þessu sinni verður kræklingasúpa og ostaborð sem enginn má láta framhjá sér fara. Salurinn opnar kl. 19 og er aðgangur ókeypis. Borðapantanir eru í síma 444 4930. Hótel Edda Laugum – tónleikar

Svavar Knútur í Erpsstaðafjósinu

DalabyggðFréttir

Fjóstónleikar Svavars Knúts verða á Erpsstöðum, fimmtudaginn 17. júlí kl. 20:30. Aðgangaseyrir er 1.500 kr og kaffisala. Gestir hafi með sér stól til að sitja á og klæðnaður fer eftir veðri og vindum. Nánari upplýsingar er að fá hjá Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjóstónleikar Svavars Knúts

Dalir og hólar 2014

DalabyggðFréttir

Dalir og hólar 2014 – LITUR er myndlistasýning í Dölum og Reykhólasveit frá 5. júlí til 10. ágúst. Á sýningunni eru verk eftir myndlistamennina Bjarka Bragason, Eygló Harðardóttur, Gerd Tinglum, Loga Bjarnason og Tuma Magnússon. Sýningarstjórar eru Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Sýningin kallast á við fyrri Dala og hóla-sýningar að því leyti að hún hefur að markmiði að taka …

Samþykkt deiliskipulags fyrir nýjan urðunarstað í landi Höskuldsstaða

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 1. júlí 2014 deiliskipulag fyrir nýjan urðunarstað í landi Höskuldsstaða. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að lóð til sorpurðunar er minnkuð í 2,5 ha og byggingarreitur minnkaður til samræmis. Vegtenging var færð vegna …