Uppbyggingasjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Auglýst er eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands.
Styrkir úr Uppbyggingasjóði koma í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga. Uppbyggingarsjóður Vesturlands er samkeppnissjóður.
Veittir verða styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í eftirfarandi verkefni;
1) Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar.
2) Verkefnastyrkir á sviði menningar.
3) Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála.
Einungis verður ein úthlutun á árinu 2015 fyrir verkefnastyrki á sviði menningar og stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála.
Styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar verður einnig úthlutað að þessu sinni og aftur síðar á árinu og eru þessir styrkir eru opnir fyrir úthlutun allt árið.
Á heimasíðu Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi, www.ssv.is, undir flipanum „Uppbyggingarsjóður“ er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar.
Frestur til að skila umsóknum er til 22. apríl 2015.
Áherslur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands;
· Verkefnið þarf að stuðla að framgangi sóknaráætlunar Vesturlands.
· Samstarf; Æskilegt er að tveir eða fleiri þátttakendur standi að baki hverri umsókn og í umsókn sé rökstutt hvernig samstarfið gagnist verkefninu. Þetta á ekki við um minni verkefni.
· Samstarf við háskóla, rannsókna- eða fræðastofnanir skal teljast umsóknum til tekna.
· Atvinnuuppbygging; Stuðlar verkefnið að fjölgun atvinnutækifæra.
· Fjölbreytni og nýsköpun; Stuðlar verkefnið að nýsköpun og aukinni fjölbreytni innan atvinnulífs og í menningarstarfi.
· Mannauður; hækkun menntunnar- og þekkingarstigs.
Athygli er vakin á því að um umsóknarferlið fyrir menningartengda styrki er með sambærilegum hætti og var í menningarsamningi þ.e. að umsóknir skal senda inn með rafrænum hætti. Finna má umsóknarformið inná www.menningarviti.is og www.ssv.is
Umsóknarferlið um styrki til atvinnu- og nýsköpunarverkefna verður hins vegar með sambærilegum hætti og var í vaxtarsamningi, þannig að umsóknir verða send á netfangið uppbyggingarsjodur@ssv.is, Nálgast má umsóknareyðublöð inná www.ssv.is
Nánari upplýsingar og aðstoð er hægt að fá á skrifstofu SSV í síma 433-2310. Einnig er hægt að hafa samband við Elísabetu Haraldsdóttur í síma 433-2313 eða 892-5290, netfang menning@vesturland.is og Ólaf Sveinsson í síma 433-2312 eða 892-3208, netfang olisv@ssv.is

Viðtalstímar

Vegna auglýsingar um styrki til menningarstarfs, atvinnuþróunar og nýsköpunar verða starfsmenn SSV með eftirfarandi viðtalstíma:
Þriðjudagur 7. apríl – Snæfellsbær
Kl. 13:00-15:00 – Átthagastofa
Miðvikudagur 8. apríl – Stykkishólmur
Kl. 13:00-15:00 – Bæjarskrifstofa
Fimmtudagur 9. apríl – Grundarfjörður
Kl. 13:00-15:00 – Bæjarskrifstofa
Mánudagur 13. apríl – Borgarnes
Kl. 13:00-15:00 – Skrifstofa SSV
Þriðjudagur 14. apríl – Akranes
Kl. 11:00-14:00 – Kaffihúsið Skökkin
Þriðjudagur 14. apríl – Hvalfjarðarsveit
Kl. 13:00-15:00 – Ráðhúsið
Miðvikudagur 15. apríl – Búðardalur
Kl. 11:00-13:00 – Leifsbúð
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei