Héraðsbókasafn Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Árgjald héraðsbókasafns fyrir árið 2015 verður óbreytt frá fyrra ári, það er 1.000 kr. Eindagi árgjaldsins er 1. apríl.
Hægt er að greiða árgjaldið inn á reikning 0312-26-001818, kt. 510694-2019 (æskilegt er að merkja greiðsluna bókasafninu). Ef greitt er fyrir annan er mikilvægt að merkja greiðsluna viðkomandi. Eftir eindaga verða greiðsluseðlar sendir út að viðbættum kostnaði.
Opnunartímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-18. Netfangið er bokasafn@dalir.is og síminn 430 4720.
Á bókasafninu eru í vetur listaverk eftir leikskólabörnin og er þeim reglulega skipt út og í tilefni 100 ára kosningafmælis íslenskra kvenna er sýning á bókum um og eftir konur.
Gestir safnsins hafa ekki verið fleiri um langan tíma, en aðsókn hefur aukist jafnt og þétt. Gestir safnsins voru í febrúar 229 og heimili með bókasafnsskírteini eru 132, sem er um helmingur heimila í sveitarfélaginu.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei