Vetrarleikar Glaðs

DalabyggðFréttir

Vetrarleikar hestamannafélagsins Glaðs fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 11. apríl og hefst mótið stundvíslega klukkan 12.

Dagskrá

1. Forkeppni
Fjórgangur: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur.
Fimmgangur: opinn flokkur
Tölt: pollaflokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur.
2. Úrslit
Fjórgangur: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur.
Fimmgangur: opinn flokkur
Tölt: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur.
3. 100 m skeið (flugskeið)
Upplýsingar um skráningu er að finna á heimasíðu Glaðs.

Hestamannafélagið Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei