Svíðingar á Fjósum

DalabyggðFréttir

Gömlu útihúsin á Fjósum hafa nú staðið lítið nýtt í nokkurn tíma og hefur verið leitað leiða að finna atvinnuskapandi starfsemi í húsin.
Nú hafa náðst hafa samningar um svíðingar á ærhausum og löppum í húsunum. Góðir markaðir hafa fundist á Míkrónesíu, þar sem lognuð svið þykja herramannsmatur.
Húsin verða standsett nú um páskana og vænta má að starfsemi hefjist strax eftir páska. Því er mikilvægt að þeir sem telja sig eiga eitthvað þar í geymslu að sækja það sem allra fyrst.
Viðar verður þar fólki til halds og traust milli kl. 16-18. Hægt er hafa samband við hann í síma 894 0013 eða á netfanginu vidar@dalir.is

1. apríl 2015

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei