Öskudagsskemmtun

DalabyggðFréttir

Foreldra- og nemendafélög Auðarskóla verða með sameiginlega öskudagsskemmtun í Dalabúð á öskudag, miðvikudaginn 13. febrúar kl. 17. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegustu búningana, en að sjálfsögðu mæta allir í búningi á skemmtunina. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri og 300 kr. fyrir leikskólabörn. Enginn posi er á staðnum og því nauðsynlegt að mæta með reiðufé. Kaffi- og vöfflusala …

Fasteignagjöld 2013

DalabyggðFréttir

Álagningu fasteignagjalda er nú lokið og er útgáfa álagningar- og greiðsluseðla rafræn á sama hátt og árið 2012. Innheimta Fasteignagjöldin verða innheimt með rafrænum greiðsluseðlum sem hægt er að greiða í netbanka. Reikningana er hægt að skoða á íbúagátt. Gjaldendum er bent á þann möguleika að láta viðskiptabanka sinn sjá um beingreiðslur á fasteignagjöldum. Fjöldi gjalddaga er almennt 6. Sá …

Fjáröflun unglingadeildar

DalabyggðFréttir

Unglingadeild Auðarskóla, 8.-10. bekkir, standa nú fyrir margskonar fjáröflun fyrir skólaferðalagi í vor. Meðal annars standa þau fyrir páskaeggjasölu. Kólus páskaegg á 3.500 kr. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi 26. febrúar í síma 434 1275 eða á netfangið gummi-kolla@visir.is Þá verður félagsvist í félagsheimilinu Staðarfelli sunnudaginn 24. febrúar kl. 14. Miðaverð er 800 kr. Kaffi og veitingar á …

Fjall Dalanna – tilnefningar

DalabyggðFréttir

Í upphafi árs barst stutt fyrirspurn inn á skrifstofu Dalabyggðar varðandi hvert væri fjall Dalabyggðar. En þar sem aldrei hefur verið tilnefnt fjall Dalanna varð það heldur meira fyrirtæki að svara spurningunni en áætlað var. Hófst þá ákveðinn ferill um val á fjalli Dalanna með því að Dalamönnum gafst tækifæri á að tilnefna fjall til nafnbótarinnar ásamt rökstuðningi á vef …

Þorrablót Suðurdala

DalabyggðFréttir

Fertugasta þorrablóð Suðurdala verður haldið í Árbliki, laugardaginn 9. febrúar kl. 20:30. Höfðakaffi sér um þorramatinn, þorrablótsnefnd um skemmtiatriðin og hljómsveitin Upplyfting um dansleikinn. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald kl. 20:30. Almennt miðaverð er 6.000 kr, eldri borgarar og öryrkjar 5.000 kr og eingöngu á dansleik 3.500 kr. Aldurstakmark er 16 ára og eldri. Pantanir þurfa að berast í …

Reiðnámskeið

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir tveggja helga reiðnámskeiði 2.-3. og 9.-10. febrúar. Kennari verður Sjöfn Sæmundsdóttir. Verð er 3.000 kr fyrir klukkutímann og hámark 3 í hópi. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 31. janúar. Við skráningum taka Heiðrún Sandra 772 0860 hsandra @ is.enjo.net Ragnheiður 487 5331 rbiggi @ simnet.is Svanborg 434 1437 gillast @ simnet.is Síðari hluta febrúrar hefst síðan tveggja …

Fjall Dalanna

DalabyggðFréttir

Síðasti dagur til að tilnefna fjall Dalanna er fimmtudaginn 31. janúar. Hægt að tilnefna fjall með rökstuðningi hér á vef Dalanna. Nánari upplýsingar um fjall Dalanna má sjá í frétt hér á Dalavefnum frá 18. janúar og í síðasta Dalapósti. Tilnefning á „Fjalli Dalanna“

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur félagsvist í Árbliki föstudaginn 1. febrúrar kl. 20:30. Aðgangseyrir er 800 kr, frítt er fyrir 14 ára og yngri. Ath. ekki er posi á staðnum.

Laxdælunámskeið

DalabyggðFréttir

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólasveit mun í samvinnu við Sögufélag Dalamanna, Víkingafélag Dalamanna og fleiri standa fyrir námskeiði um Laxdælu í byrjun mars. Áætlað er að námskeiðið verði dagana 1. mars og 9. mars kl. 13-18 í Rauða kross húsinu eða Dalabúð, fer eftir fjölda þátttakenda. Kennari verður Bjarki Bjarnason, sem hefur haldið slík námskeið við miklar vinsældir. …

Tökum ábyrgð – segjum frá

DalabyggðFréttir

Við höfum flest fylgst með mikilli umræðu í fjölmiðlum undanfarið um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þar hefur meðal annars mikið verið talað um þöggun og meðvirkni af hálfu umhverfisins, það að gera ekkert í málunum. Veruleikinn er sá að kynferðisbrot gagnvart börnum eru framin af allskyns fólki og alls staðar á landinu, líka hérna hjá okkur. Kynferðisbrot eru framin mikið …