Grísalappalísa og Dj Flugvél og Geimskip á Laugum

DalabyggðFréttir

Grísalappalísa og Dj Flugvél og Geimskip blása til veislu á Laugum í Sælingsdal sunnudaginn 20. júlí, kl. 21.
Grísalappalísa er með glænýja plötu í farteskinu sem ber nafnið Rökrétt framhald og hefur nú þegar fengið glimrandi góðar viðtökur frá helstu tónlistarspekúlöntum landsins og sveitin hlaut verðlaun sem besta tónleikasveit ársins 2013.
Með sveitinni í för er Steinunn Eldflaug Harðardóttir, betur þekkt sem Dj Flugvél og Geimskip, en hún gaf út plötuna Glamúr í Geimnum í fyrra sem þykir ótrúleg smíði uppfull af geggjuðum töktum, flottum bassa og fallegum sögum úr framandi heimi.
Dagskráin er lífleg kvöldskemmtun uppfull af hressilegu rokki og frumlegum yrkisefnum á íslenskri tungu.
Aðgangseyrir er 1.500 kr og 1.000 kr fyrir námsmenn.

Grísalappalísa

Grísalappalísa fb

Dj Flugvél og Geimskip fb

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei