Dalamenn á frímerkjum

DalabyggðFréttir

Í 800 ára minningu Dalamannsins Sturlu Þórðarsonar sagnaritara á Staðarhóli verður gefið út sérstakt frímerki þann 11. september.
Myndefni frímerkisins er Hákonar saga, stílfærður víkingahjálmur og fjarðurpennaoddur. Hönnuður merkisins er Örn Smári Gíslason.
Og í 350 ára minningu Dalamannsins Árna Magnússonar handritasafnara verður sameiginleg útgáfa Íslands og Danmerkur á frímerki 28. ágúst.
Myndefnin eru fengin úr handritum á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Reykjavík og Nordisk Forskningsinstitut í Kaupmannahöfn. Hönnuður merkisins er Jakob Monefeldt.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei