Heilsugæslan yfir jól og áramót

DalabyggðFréttir

Yfir jól og áramót verður opið á Heilsugæslustöðinni í Búðardal aðfangadag 24. desember kl. 9-12, fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. desember kl. 9 – 12 og kl. 13 – 16, gamlársdag 31. desember 9 – 12 og 2. janúar kl. 9 – 12 og kl. 13 – 16. Á Reykhólum verður hjúkrunarfræðingur 27. desember kl. 13 – 16 og læknir …

Auðarskóli – leiðbeinandi á leikskóla

DalabyggðFréttir

Leiðbeinanda vantar í 100% stöðu á leikskóla Auðarskóla í Dalabyggð. Um tímabundna vinnu er að ræða frá 1. janúar til 26. júní 2013. Starfið felst í umönnun barna á leikskóla undir stjórn deildarstjóra. Viðkomandi þarf að eiga gott með að vinna með börnum, að hafa góða samskiptahæfileika og vera tilbúinn að vinna að jákvæðum skólabrag. Kostur ef viðkomandi hefur unnið …

Fjárhagsáætlun 2013-2016

DalabyggðFréttir

Fjárhagsáætlun 2013-2016 var til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 30. október sl. Áætlunin hefur verið unnin í samvinnu við forstöðumenn deilda sveitarfélagsins og hefur verið rædd á fundi sveitarstjórnar 20. nóvember og á fundum byggðarráðs og nefnda. Gert er ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð öll árin sem áætlunin nær yfir og að hlutfall skulda af árstekjum lækki úr u.þ.b. …

Netþjónusta Símans

DalabyggðFréttir

Samkvæmt upplýsingum Símans er Dalabyggð á áætlun hjá Símanum um uppfærslu búnaðar á fyrsta ársfjórðungi nýs árs. Síminn hefur skoðað aðstæður í Búðardal og séu engar, ófyrirséðar, tæknilegar áskoranir fyrir hendi verður ráðist í uppfærslu á búnaði á fyrsta ársfjórðungi nýs árs. Búðardalur verður þá með fyrstu sveitarfélögum til að fá bætt net á nýju ári. Uppfærslan verður til þess …

Jólabasar Gallerí Fellsenda

DalabyggðFréttir

Jólabasar Gallerí Fellsenda verður laugardaginn 15. desember kl. 14-17. Málverk, glervörur, kerti, jólakort ofl. verða til sýnis og sölu fyrir þá sem hafa áhuga. Kaffi og smákökur verða í boði.

Jólatré í Grafarkotsskógi

DalabyggðFréttir

Slysavarnadeild Þverárþings og Björgunarsveitin Heiðar í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar verða með jólatrjáasölu í Grafarkostsskógi laugardaginn 15. desember og sunnudaginn 16. desember klukkan 12-16. Grafarkotsskógur er við þjóðveg 1, skammt norðan við Munaðarnes. Björgunarsveitarmenn verða á staðnum til að aðstoða fólk við val á jóltréi í skóginum og fella það. Björgunarsveitin sér einnig um að pakka trjánum í net. Eitt …

Vígroði

DalabyggðFréttir

Upplestur og bókakynning Sögufélagsins og Lions verður í Rauðakrosshúsinu fimmtudagskvöldið 13. desember kl. 20:30. Gestur kvöldsins verður Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og mun hún kynna nýju bókina sína, Vígroði. Hún mun lesa valda kafla úr bókinni og sýna myndir frá söguslóðum bókarinnar á Katanesi og í Dölum á Skotlandi. Vígroði er framhald bókarinnar Auður sem kom út árið 2009 og fjallar …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

96. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 13. desember 2012 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. 1212006 – Langey/Stóru-Tungueyjar – Forkaupsréttur2. 1212008 – Bréf Elísabetar Svansdóttur – Lausn frá störfum sem skoðunarmaður Menningar-og framfarasjóð Dalasýslu3. 1208011 – Brekka og Melur – kaupsamningur Fundargerðir til staðfestingar 4. 1211003F – Byggðarráð Dalabyggðar – 117 4.1. 1112029 …

Héraðsbókasafn Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 11. desember kl. 17 mun Svavar Gestsson frá Grund á Fellsströnd lesa upp úr og árita nýja ævisögu sína á Héraðsbókasafni Dalasýslu. Bólin heitir „Hreint út sagt“ og hefur að geyma frásagnir úr einkalífi Svavars, m.a. uppvöxt hans á Fellsströndinni og í Reykjavík. Og síðan um þátttöku hans í stjórnmálasögu 20. aldar, ríkisstjórnarmyndanir, þingmál og margt fleira. Íris Björg …

Kaupfélag Borgfirðinga

DalabyggðFréttir

Dalamenn eru velkomnir í Kaupfélag Borgfirðinga. Félagssvæði þess nær yfir allt Vesturland, frá Hvalfjarðarbotni að Kjálkafirði. Hægt er að sækja um inngöngu á vef KB á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Félagsaðild kostar nú 1.000 kr. Félagsmenn fá afsláttarkort sem gildir í allar verslanir Samkaupa hvar sem er á landinu. Afsláttur er 2% og auk þess sérstök tímabundin tilboð öðru hverju …