Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 15. apríl 2014 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016.
Tillagan var auglýst frá 27. febrúar til 11. apríl 2014. Engar athugasemdir bárust en vegna ábendinga frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Vegagerð var vatnsból í farvegi Reykjadalsár, Nr. 2 – Fellsendi fellt úr aðalskipulagi enda ekki nýtt lengur. Þá var vatnsverndarsvæði, í flokki III í farvegi Suðurár/Hundadalsár minnkað.
Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Dalabyggðar.
Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei