Öskudagsskemmtun

DalabyggðFréttir

Stjórn Foreldrafélags Auðarskóla stendur fyrir öskudagsskemmtun í Dalabúð á öskudag kl. 17. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta búninginn og „tunnan“ slegin. Nemendafélagið heldur diskótek fyrir 1.–10. bekk eftir skemmtunina. Aðgangseyrir á skemmtunina er 300 kr og 200 kr kostar til viðbótar inn á diskótekið. Athugið enginn posi. Myndir frá öskudeginum

Glaður

DalabyggðFréttir

Vetrarstarf Glaðs er nú hafið, þó svo fyrsta mót vetrarins hafi verið blásið af. Framundan er töltmót, skemmtikvöld og reiðnámskeið. Töltmót Töltmót verður í Nesoddahöllinni miðvikudaginn 22. febrúar og hefst stundvíslega klukkan 20. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, karlaflokki og kvennaflokki ef næg þátttaka fæst. Veitingasala verður á staðnum. Tekið er við skráningum til og með mánudeginum 21. febrúar. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

83. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 21. febrúar og hefst kl. 17 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra Almenn mál 2. Fóðuriðjan Ólafsdal ehf – hlutafé – 11010073. Ljárskógamál – bréf Skúla Einarssonar dags. 17.01.2012 – 11030214. Almenningssamgöngur á Vesturlandi – samningur dags. 29.12.2011 – 11080045. Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 09.03.2012 – 12020216. Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands 25.04.2012 – …

Símenntunarmiðstöðin – faðmlagakjóllinn

DalabyggðFréttir

Símenntunarmiðstöð Vesturlands heldur námskeiðið „Faðmlagakjóllinn“ í Auðarskóla, fimmtudaginn 23. febrúar, kl. 18-21. Saumaður er kjóll á einni kvöldstund. Þátttakendur mæta með um 2 metra af efni. Hægt að nota hvaða efni sem er. Námskeiðið hentar öllum, bæði þeim sem kunna að sauma og þeim sem hafa aldrei saumað.Leiðbeinandi er Ólöf S. Davíðsdóttir. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Símenntunarmiðstöðinni. Verð …

Fjölskylduhestaferð Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir fjölskyldu-hestaferð sunnudaginn 12. febrúar. Lagt verður af stað kl. 14 stundvíslega frá Vatni í Haukadal. Riðið verður inn Haukadal að Stóra-Vatnshorni en þar munu þau Hanna Sigga og Valberg taka á móti okkur með kaffi og kakói. Allir reiðfærir velkomnir. Ekki þarf að skrá sig, bara mæta tímanlega að Vatni með hest, reiðtygi og reiðhjálm. Glaður

112 – dagurinn

DalabyggðFréttir

Allir eru velkomnir í Björgunarsveitarhúsið laugardaginn 11. febrúar, kl. 13-15. Þar verður kynnt starfsemi sjúkraflutninga, slökkviliðs og björgunarsveitar. Þar geta gestir rætt við starfsfólk /sjálfboðaliða, skoðað margvíslegan búnað, fengið sér kaffi og spjallað. 112-dagurinn verður haldinn um allt land laugardaginn 11. febrúar. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. …

Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir

DalabyggðFréttir

Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni hafa undanfarin 7 ár staðið fyrir verkefninu „Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir“ meðal 12-16 ára grunnskólanemenda. Markmið þess er að hvetja ungt fólk til að hugsa um heimabyggð sína út frá þeim tækifærum, sem þar bjóðast, auk þess að vera um leið þroskandi og skemmtileg viðbót við hefðbundið skólanám. Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir í …

Aðalfundur FSD

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu verður haldinn í Leifsbúð, þriðjudaginn 14. febrúar 2012, kl. 20. Gestur fundarins verður Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður LS. Dagskrá · skýrsla stjórnar · reikningar félagsins · kosningar · ályktanir á aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda · vorferðalag · önnur mál.

Símenntunarmiðstöðin – kvíði

DalabyggðFréttir

Símenntunarmiðstöð Vesturlands heldur námskeiðið „Kvíði og viðbrögð til að verjast kvíða“ í Auðarskóla fimmtudaginn 16. febrúar, kl. 20. Fjallað verður almennt um kvíða. Flestir þekkja kvíða í einhverri mynd og oft tengist hann álagi og streitu. Mikilvægt er fyrir alla að kunna aðferðir til að bregðast við til að varna því að kvíði verði viðvarandi og þróist ekki yfir í …

Sýslumaðurinn í Búðardal – laust starf

DalabyggðFréttir

Sýslumaðurinn í Búðardal óskar eftir að ráða starfsmann tímabundið til starfa á skrifstofu. Starfið felst í að annast bókhald, umboð tryggingastofnunar og önnur sérhæfð skrifstofustörf. Kunnátta og reynsla af bókhaldi er nauðsynleg. Starfshlutfall er 50%. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og SFR. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2012. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars 2012. Nánari upplýsingar veitir …